Nissan-rafbíll gerir strandhögg

Jeremy Rigby sjóliðsforingi, yfirmaður flotastöðvarinnar í Portsmouth, við hluta Nissan …
Jeremy Rigby sjóliðsforingi, yfirmaður flotastöðvarinnar í Portsmouth, við hluta Nissan rafbílanna.

Flotastöð breska flotans við Portsmouth hefur tekið við 48 eintökum af rafbílnum Nissan e-NV200 Combi. Þeir verða notaðir við framkvæmdir og eftirlit í stöðinni.

Kaupin á rafbílunum koma heim og saman við þá stefnu breska hersins að orkunotkun í flotastöðvum verði skilvirkari og þær þar með sparneytnari.

Loftið batnar til muna

Segir Nissan að þessir hreinu rafbílar muni lækka koltvíildislosun í Portsmouth-stöðinni um 40%, miðað við þann bílaflota sem Nissan e-NV200 leysir af hólmi. Með öðrum orðum, loft í og við stöðina mun batna.

„Það er síðan raunverulegur ábati af rekstri Nissan-rafbílanna hversu kostnaðurinn við þá er lítill, eða allt niður í tvö pens á mílu,“ segir talsmaður Nissan. Með notkun hreinna rafbíla í stað hinna fyrri sparast árlega um 360.000 pund, jafnvirði um 50 milljóna króna, vegna eldsneytis og viðhalds.

agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: