Leggja ríka áherslu á rekstraröryggið

Sveinn M. Sveinsson segir að allar Iveco rútur sem seldar …
Sveinn M. Sveinsson segir að allar Iveco rútur sem seldar eru hér á landi hafi öfluga loftræstingu og ofnakerfi. Veðurfarið leyfir ekkert minna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Iveco-rúturnar á Íslandi eru vel útbúnar og t.d. með tvöföldu gleri og öflugri loftræstingu. Kemur því ekki að sök þótt gufi upp af blautum ferðamönnunum sem láta fara vel um sig í þægilegum sætunum, með raftækin í hleðslu.

Undanfarin misseri hefur salan gengið vel hjá Sveini Mikael Sveinssyni, en hann er sölu- og þjónustustjóri fyrir Iveco-rútur hjá BL: „Við erum svo heppin að hafa valið framleiðanda sem vinnur reglulega til verðlauna og t.d. var Iveco Daily valinn sendibíll ársins 2015 og Magelys-rútan valin rúta ársins á sýningunni í Kortrijk 2016. Núna bíðum við bara spenntir eftir haustinu, til að sjá hvaða verðlaun Iveco hlýtur þetta árið,“ segir Sveinn glettinn.

Ferðamenn vilja hafa USB-tengi og þægileg sæti til að sitja …
Ferðamenn vilja hafa USB-tengi og þægileg sæti til að sitja í. mbl.is/Kristinn Magnússon


Höfuðstöðvar Iveco eru á Ítalíu en fyrirtækið er með verksmiðjur um alla Evrópu og rútur Iveco eru framleiddar á Ítalíu, í Frakklandi og í Tékklandi. „Á alþjóðavísu er Iveco sennilega þekktast fyrir vörubíla en í Evrópu á þessi framleiðandi í harðri samkeppni um efsta sætið á rútumarkaðinum,“ útskýrir Sveinn.

Iveco varð til árið 1975 við sameiningu fjölda evrópskra framleiðenda. Úrvalið er breitt og spannar allt frá rútum og vörubílum yfir í slökkviliðsbíla og brynvarða hervagna. „Rútuframleiðslan verður til í núverandi mynd árið 2003 þegar Iveco kaupir allan hlut Renault í rútuverksmiðjum Irisbus sem fyrirtækin höfðu áður rekið í sameiningu í Frakklandi og Téklandi.“

Iveco hefur sankað að sér verðlaunum fyrir rúturnar, bæði þær …
Iveco hefur sankað að sér verðlaunum fyrir rúturnar, bæði þær stóru og þær smáu. Ljósmynd/Kristinn Magnússon


Rútur Iveco spanna allt frá 10 sæta smárútum upp í risastóra liðvagna sem rúma hátt í 140 farþega. „Það segir mikið um gæði rútanna að helsti keppinautur Iveco er Mercedes-Benz, og slást þessir tveir framleiðendur um fyrsta sætið. Er sama hvort litið er til verðs og gæða, eyðslu og mengunar eða búnaðarstigsins er Iveco með fullkomlega samkeppnishæfar rútur á alla vegu.“

Sveinn bendir á að einn helsti styrkleiki Iveco sé sá mikli metnaður sem lagður er í þjónustu við viðskiptavini. „Iveco rekur mjög vandaðan skóla til að þjálfa alla þá sem koma að sölu og viðhaldi Iveco-farartækja og hér á Íslandi sitja bæði viðgerðarmenn og sölumenn reglulega námskeið, ýmist yfir netið eða úti í Evrópu. Er líka rík áhersla lögð á að viðgerðir gangi hratt og vel fyrir sig og er Iveco með stóran lager af varahlutum sem afgreiddir eru með hraði enda er rekstaröryggið lykilatriði hjá þeim sem gera út atvinnutæki.“

Átta hraða sjálfskipting léttir aksturinn og sparar eldsneyti.
Átta hraða sjálfskipting léttir aksturinn og sparar eldsneyti. mbl.is/Kristinn Magnússon


Leiðandi í rafmagni

Iveco lætur ekki sitt eftir liggja þegar kemur að því að þróa og innleiða nýja tækni, og er fyrirtækið þegar komið með ákveðið forskot í að rafvæða flotann. „Í dag getum við boðið Iveco Daily smárútuna sem 100% rafmagnsbíl. Daily getur rúmað 16-22 farþega og er eina rafdrifna rútan sem ég veit um í þessum stærðarflokki,“ segir Sveinn og bætir við að uppgefið drægi sé um 200 km á einni hleðslu. „Þetta er því mjög sniðugur bíll fyrir skutl á farþegum innanbæjar og til vörudreifingar. Hentar rafmagns-Daily t.d. vel í miðborgum þar sem menn vilja lágmarka útblástur og hljóðmengun.“

Iveco er einnig langstærsti framleiðandi gasdrifinna rúta í Evrópu. „Sú þróun byrjaði á Ítalíu og má rekja allt aftur til 1980, en í dag er áætlað að um 22.000 metangasdrifnir Iveco-bílar séu í umferð,“ segir Sveinn og upplýsir að vonir standi til að prófa bæði rafmagns- og gasrútur frá Iveco hér á landi á næstu misserum.

Framleiðsla Iveco rútanna dreifist um alla Evrópu og byggir á …
Framleiðsla Iveco rútanna dreifist um alla Evrópu og byggir á langri sögu. mbl.is/Kristinn Magnússon


USB við hvert sæti

Þróunin jafnt í rútum og strætisvögnum er á þann veg að farartækin verða æ tæknivæddari og þægindin meiri. Sveinn segir hægt að verða við hvers kyns séróskum en þær Iveco-rútur og -strætisvagnar sem pöntuð séu til Íslands séu alla jafna mjög vel útbúin. „Í ferðamannarútunum eru t.d. USB-tengi við hvert sæti enda vilja ferðalangarnir geta hlaðið raftækin sín á leiðinni á milli staða. Iveco býður upp á margar gerðir af sætum en við höldum okkur við toppendann og gætum þess að farþegarnir hafi gott fótapláss.“

Íslenskt veðurfar þýðir líka að það borgar sig að hafa tvöfalt gler og gott loftræstikerfi í rútunum. „Í öllum rútum okkar er glerið tvöfalt, afkastamikið ofnakerfi og alvöru loftkæling. Í 19 manna Daily er t.d. 15 kW loftkæling, sem þýðir að léttur leikur er að hreinsa burt raka loftið þegar hópur af blautum ferðamönnum sest inn í heitan bílinn. Betur fer um farþegana og móða á rúðum er ekki að trufla útsýnið.“

ai@mbl.is

Rafmagns Daily hefur 200 km drægi.
Rafmagns Daily hefur 200 km drægi.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: