100.000 braggar enn í umferðinni

Rúmlega fimm milljónir eintaka hinna annáluðu Citroën-„bragga“ voru smíðaðar á árabilinu 1948 til 1990. Skyldu margir þeirra enn vera til?

Á frönsku bifreiðaskránni var 99.641 eintak um síðustu áramót af 2CV-fólksbílnum, eins og bíllinn er jafnan nefndur. Til viðbótar var þar að finna 1.091 2CV-sendibíl.

Athygli vekur að 4.495 þeirra höfðu allan tímann verið hver um sig í eigu eins og sama aðilans.

Svo sem eðlilegt kann að þykja þá var 1.401 bíll 364 mánaða gamall, eða þrítugur. Því næst reyndust 1.235 vera 355 mánaða gamlir og svo framvegis, en samtals voru 1.248 bílanna meira en sextugir. Og sem sagt, allir ökufærir.

Nú vaknar sú spurning hvort ekki séu einhverjir braggar í umferðinni á Íslandi? Skyldu þeir vera margir? Fróðlegt væri að komast að því.

agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: