Draga fram körturnar

Körturnar eru að vakna af vetrardvala.
Körturnar eru að vakna af vetrardvala. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Keppendur í gokart eru að varpa af sér vetrarböndum og halda sitt fyrsta mót vorsins og sumarsins næstkomandi laugardag, 20. maí. 

Kappaksturinn fer fram á akstursíþróttasvæði Akstursíþróttafélagi Hafnarfjarðar (AÍH) við Krýsuvíkurveg og það er frítt inn.

Tímataka hefst klukkan 12 á hádegi og hálftíma  síðar keppnin sjálf.
 
Mótið heldur Gokartdeild AÍH og er liður í Íslandmeistaramótaröð Akstursíþróttasambands Íslands (AKÍS).    

„Gokart á  Íslandi er í mikilli uppbygingu og reiknum við með hörkukeppni á laugardaginn,“ segir Arnar Már Pálmarsson, formaður AÍH, í tilkynningu.   


mbl.is