Mögnuð tilþrif í fyrstu torfærunni

Fyrsta torfærumót ársins fór fram á Hellu um nýliðna helgi og fylgdust rúmleag 3.000 manns með tilþrifamikilli keppni tuttugu harðsækinna ökumanna.

Það voru Flugbjörgunarsveitin á Hellu og akstursíþróttanefd ungmennafélagsins Heklu sem stóðu  fyrir mótinu en keppt var í 6 brautum. Hraðamælingar fóru fram í einni brautinni þegar bílarnir keyrðu á ánni og fór þar Árni Kópsson hraðast á Heimasætunni á 84 km/klst hraða. Var hann því skammt frá því að bæta 3 ára gamalt heimsmet Guðbjörns Grímssonar á Kötlu Turbo sem er 87 km/klst.

Tilþrifaverðlaun dagsins hlaut Gestur J. Ingólfsson fyrir prjón í tímabraut, en annars urðu úrslit Blaklader-forfærunnar þessi:

Sérútbúnir bílar:
Guðmundur Ingi Arnarson,   Ljónið, 1796 stig
Magnús Sigurðsson,             Kubbur, 1579   
Elías Guðmundsson,             ótemjan,  1566   
Geir Evert Grímsson,             Sleggjan, 1385
Þór Þormar Pálsson,              THOR,  1364
Atli Jamil Ásgeirsson,            Thunderbolt,  1350
Arnar Elí Gunnarsson,           Allin, 1267
Gestur Jón Ingólfsson,          Draumurinn,  1233
Árni Kópasson,                      Heimasætan,  1231
Ingólfur Guðvarðarson,         Guttinn Reborn,  1042
Aron Ingi Svansson,               Zombie,  808
Valdimar Jón Sveinsson,        Crash Hard, 710
Birgir Sigurðsson,                  General doctorinn, 683

Götubílar:
Eðvald Orri Guðmundsson, Pjakkurinn,  1492 stig
Ragnar Skúlason, Kölski, 1220 stig
Haukur Birgisson , Þeytingur,  910 stig
Steingrímur Bjarnason, Strumpurinn, 560 stig
Sveinbjörn Reynisson, Bazooka, 150 stig

<iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/NhPOJpqm2q8" frameborder="0" allowfullscreen></iframe>

mbl.is