Karoq, nýr smájeppi frá Skoda

Skoda frumsýndi nýjan smájeppa, Karoq, á heimsvísu með athöfn í Artipelag-safninu í Stokkhólmi í Svíþjóð í gærkvöldi.

Þetta er annar bíllinn í röð jeppa og jepplinga sem Skoda hyggst koma með á markað fram til ársins 2025. Sá fyrsti, stór jeppi að nafni Kodiaq, kom nýlega á götuna.

Fram kom við athöfnina að  Karoq komi á götuna á seinni helmingi ársins.    

mbl.is