Nýr Yaris frumsýndur

Nýr Yaris verður frumsýndur á morgun, laugardaginn 20. maí, hjá viðurkenndum söluaðilum Toyota í Kauptúni, Reykjanesbæ, á Akureyri og Selfossi.

Opið er frá kl. 12:00 – 16:00 og þá verður Yaris sýndur bæði með nýrri 1,5 lítra bensínvél og í tvinnútgáfu (hybrid).

„Yaris kom fyrst á markaðinn árið 1999 og sló strax rækilega í gegn enda höfðar hann til fólks á öllum aldri. Ekki minnkuðu vinsældirnar þegar Hybridútfærslan var kynnt árið 2012 og nú er bíllinn kynntur með fjölda nýjunga,“ segir í tilkynningu frá Toyota.

mbl.is