Hefur átt hraðamet í 60 ár

Renault Etoile Filante telst eflaust til fegurstu bíla tuttugustu aldarinnar. Undir metranum á hæðina og tonninu á þyngdina hefur hann haldið heimsmetinu í hraðakstri gastúrbínubíla í rúma hálfa öld.

Þrátt fyrir þetta heyrir bíll þessi nánast gleymskunni til. Renault fór með hann á saltsteppurnar í Bonneville í norðvesturhluta Utah-ríkis árið 1956 og prófaði þar. Náði hann 191 mílu meðalhraða, 307 km, á eins kílómetra braut og 192 mílum (309 km) á fimm mílna braut.

Etoile Filante var smíðaður sérstaklega með hraðamet í huga og tók þróun hans tvö ár. Var þetta eina mettilraun hans og ekki var farið aftur með bílinn til Bonneville. Þótt ótrúlegt megi virðast stendur met hans enn.

Þetta var sömuleiðis eina daður Renault við þotuhreyfil í bílum sínum. Var Etoile Filante smíðaður í samstarfi við þotuhreyflasmiðinn Turbomeca. agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: