Þjófar ásælast útvarpið

Bílþjófar leggja sig helst eftir útvarpstækjum.
Bílþjófar leggja sig helst eftir útvarpstækjum.

Samkvæmt nýrri rannsókn í Bretlandi leggja þeir sem brjótast inn í bíla sig helst eftir útvarpstækjum þeirra.

Alls var tilkynnt um 831.000 atvik í fyrra þar sem farið var inn í bíla með ýmsu móti og úr þeim stolið verðmætum. Eitt þúsund fórnarlömb þessara illverka voru spurð út í hvað hefði verið haft á brott úr bílum þeirra.

Alls 31% hafði orðið að sjá á eftir útvarpstækinu, 17% sáu innkaupapoka sína ekki framar og úr 13% bílanna var gervihnattaleiðsögutæki hnuplað. Fyrir utan þetta var að finna á lista yfir 10 helstu stolnu munina farsíma, fatnað, sólgleraugu, bílmerki, seðlaveski, hjól og skrásetningarplötur.

Þrátt fyrir að breska lögreglan hafi haldið úti herferð undanfarin misseri til að hvetja bílstjóra til að skilja aldrei verðmæti eftir í bíl sínum hafa 40% enn ekki breytt fyrri hegðan þar sem þeir þykjast vera öruggir ef verðmætin sjást ekki. agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: