Land Rover Discovery valinn bíll ársins

Land Rover Discovery hefur verið valinn bíll ársins 2017 í úttekt dómnefndar breska bílatímaritsins Auto Express.

Að mati tímaritsins verður bíll ársins að skara fram úr öðrum, meðal annars á grundvelli nýsköpunar og koma fram með eitthvað nýtt í sínum flokki. Discovery var þá einnig kosinn besti lúxusjeppinn í sínum stærðarflokki.

Að mati Auto Express þenur Land Rover Discovery mörk þess mögulega í hönnun lúxusjeppa í þessum gæðaflokki með frekari tækninýjungum, farþegarými sem einnig tekur mið af þörfum gæludýra og plássi þar sem sjö farþegar komast auðveldlega fyrir á þægilegan hátt.

Í niðurstöðu dómnefndar segir að í heild blasi glæsileikinn við og vandaður frágangur ofan í smæstu smáatriði. Land Rover er þá einnig sagður hafa brotið blað þegar kemur að útliti nýja jeppans að mati Auto Express. Þótt ásýndin kunni ekki að falla öllum í geð séu hreinar línur að bíllinn veki eftirtekt hvar sem hann fari. Það eigi einnig við um hönnun og frágang í farþegarýminu þar sem miðjustokkurinn gegni einu lykilatriðanna af mörgum.

mbl.is