Rafbílasalan slær öll met

Rafbíllinn Volkswagen e-Golf.
Rafbíllinn Volkswagen e-Golf.

Rafbílasala sló öll fyrri met í Noregi í júlímanuði og skaraði Volkswagen Golf fram úr öllum módelum í sölu, bæði meðal rafbíla og í heildar bílasölunni í mánuðinum.

Í fyrsta sinn seldust rafmagns drifrásir meira en nokkur önnur tegund aflrása og voru sex af hverjum sjö keyptum bílum rafknúnir. Einnig í fyrsta sinn voru nýskráðir fleiri rafbílar en bílar með dísilvél, bensínvél, tengiltvinnbílar eða venjulegir tvinnbíolar.
 
Í heildina voru 27,7% allra nýrra bíla með rafmagnsvél og verði tengiltvinnbílar taldir með var hlutur rafbíla um alls 42,2% af sölunni að ræða. Meðal söluhæstu nýju bílanna í Noregi í júní voru e- Golf, Tesla Model X, Opel Ampera-e og Renault Zoe.

Alls seldust 14.228 rafknúnir nýir einkabílar í Noregi fyrstu sex mánuði ársins sem er met. Og sömuleiðis var um metsölu að ræða í júnímánuði einum og sér en þá voru 3.986 rafbílar nýskráðir. Heildar bílasalan frá áramótum - 77.983 eintök - er á svipuðu róli og  í fyrra sem var metár á þessari öld. Þá voru seldir 154.603 bílar. Útlit er fyrir að annað met verði sett í ár en þróun bílasölunnar þykir athyglisverð sögum þess, að greinendur og sérfræðingar fjármálastofnana spáðu því að samdráttur myndi verða í bílasölu í Noregi í ár. Það hefur reynst kolrangt.   

Meðaltalslosun seldra bíla í Noregi í júnímánuði nemur 78 grömmum koltvíildis á kílómetra (CO2/km) og hefur aldrei verið lægra. Það er og vel undir þeirri viðmiðun sem Evrópusambandið hefur gert bílaframleiðendum að uppfylla fyrir smíðistflota sína frá og með 2021. Hljóðar hún upp á 95 gr./km. Norsk stjórnvöld hafa sett sér sem markmið að það magn verði öllu lægra, eða 85gr./km. á sama tíma.

mbl.is