Porsche gert að innkalla 22 þúsund bíla

Nýsmíðaðir Porsche bíða kaupenda á lager bílsmiðjunnar í Leipzig í …
Nýsmíðaðir Porsche bíða kaupenda á lager bílsmiðjunnar í Leipzig í Þýskalandi. AFP

Yfirvöld í Þýskalandi hafa skipað þýska bílasmiðnum Porsche að innkalla 22 þúsund bifreiðar fyrir að hafa svindlað á útblásturprófum.

Porsche er dótturfyrirtæki Volkswagen en árið 2015 viðurkenndu stjórnendur þess svindl á prófum í 11 milljón dísilbifreiðum. 

Alexander Dobrindt samgöngumálaráðherra segir að komist hafi upp um „ólöglegan“ hugbúnað sem hafi hulið hver útblástur bifreiðanna væri í raun í veru. Um er að ræða Cayenne- og Macan-tegundirnar. 

mbl.is