Hlustað á tónlist úr púströrinu

Sumum þykir vélarhljóðið úr Porsche 911 eins og fallegasta tónlist. En þeir sem vilja heyra eitthvað annað úr púströrinu en hvellina í springandi bensíni ættu að skoða þennan snotra hátalara frá Porsche Design.

Í smíðina er notað ekta púströr úr Porsche 911 GT3 sem hefur verið fest við álbox sem hefur að geyma fullkomna hátalara með 60 vatta magnara. Að sjálfsögðu er 911 Speaker með blátannartækni svo að streyma má tónlist þráðlaust úr tölvu eða síma. Hátalarinn hefur að geyma innbyggða rafhlöðu sem á að duga til að spila tónlist í 24 stundir á einni hleðslu.

Kaupa má 911 Speaker hjá Porsche-design.com á 499 evrur og er tækið tæpir 30 cm á breidd.

ai@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: