Samruni Opel og PSA genginn í gegn

Táknmerki Opel, Vauxhall og PSA tróna yfir bíl sem bíður …
Táknmerki Opel, Vauxhall og PSA tróna yfir bíl sem bíður þess að vera sviptur hulunni. AFP

Þriðjudagurinn fyrir viku, 1. ágúst, var sögulegur fyrir Opel og Vauxhall en þá gekk sala General Motors á Opel og Vauxhall til frönsku samsteypunnar PSA Peugeot Citroen endanlega í gegn.

Þar með heyra vörumerkin Opel, Vauxhall, Peugeot, Citroën og DS, undir PSA. Er fyrirtækið þar með um 17% markaðshlutdeild í Evrópu.

Það er yfirlýst markmið PSA að þróa styrkleika vörumerkjanna enn frekar. Bílamerkin munu áfram vera sjálfstæð og Opel mun þannig halda áfram að bjóða þýska tækni fyrir alla.

PSA og Opel/Vauxhall hafa unnið saman frá árinu 2012. Afrakstur þessa samstarfs eru fjórar tegundir bíla. Sú fyrsta Crossland X, hefur verið í boði frá í lok júní. Stærri Grandland X SUV fylgir svo í haust. Nýr Combo kemur á markað á næsta ári og 2019 kemur næsta kynslóð af Corsa sem er þróuð með PSA.
 
„Þetta eru frábærar fréttir fyrir okkur hjá Bílabúð Benna og það verður spennandi að vinna að framgangi Opel á Íslandi með nýjum eigendum,“ segir í tilkynningu.

mbl.is