Brimborg frumsýnir nýjan Mazda CX-5

Brimborg frumsýnir nýjan Mazda CX-5 á laugardaginn.
Brimborg frumsýnir nýjan Mazda CX-5 á laugardaginn.

Brimborg frumsýnir nýjan Mazda CX-5 á laugardaginn milli kl. 12 og 16 í sýningarsal Mazda við Bíldshöfða 8 í Reykjavík og Tryggvabraut 5 á Akureyri.

Nýr Mazda CX-5 hefur verið endurhannaður að utan sem innan. Hann er hannaður og smíðaður til þess að njóta akstursins. Mazda bílar eru hannaðir af ástríðu, hvert einasta smáatriði vel ígrundað og úthugsað. Hönnuðir Mazda leggja hjarta sitt og sál í að hanna bíla sem uppfylla ströngustu kröfur þínar um þægindi, akstursupplifun, gæði og öryggi, segir í tilkynningu um frumsýninguna.

Einnig segir, að með háþróaðri i-Activsense árekstrarvarnartækni Mazda CX-5 aukist öryggi margfalt. Háþróaðir skynjarar, laser- og radartækni aðstoða ökumanninn við að afstýra  árekstri og slysum, meðal annars með aðstoð blindpunkts- og veglínuskynjunar.

Athafnasvæði ökumanns hins nýja Mazda CX-5.
Athafnasvæði ökumanns hins nýja Mazda CX-5.


Bíllinn nýi er búinn notendavænni og leiðandi tækni sem hjálpar og aðstoðar í akstri. Hann vinnur á móti óæskilegum hreyfingum og gerir ökumanni kleift með i-Activ fjórhjóladrifi að komast hvert á land sem er í hvaða veðri sem er.

Loks má nefna svonefnda G-Vectoring akstursstjórn sem sagt er vera afar fullkomið kerfi sem hannað var í anda fornrar japanskrar hugmyndafræði, Jinba Ittai, eða „maður og hestur sem eitt“ með það að markmiði að maður og bíll verði eitt. Kerfið skynjar fyrirætlanir ökumannsins eins og hesturinn skynjar knapann. Kerfi bílsins undirbúa hann fyrir akstur inn í og út úr beygjum með því að að flytja þyngdarpunkt og breyta afli eftir aðstæðum. „Niðurstaðan er fádæma þægindi fyrir ökumann og farþega,“ segir í tilkynningu Brimborgar.

mbl.is