Opel semur við Borussia Dortmund

Samstarf Opel og Borussia Dortmund hefur verið framlengt út 2022.
Samstarf Opel og Borussia Dortmund hefur verið framlengt út 2022.

Forsvarsmenn Opel og þýsku bikarmeistaranna Borussia Dortmund hafa framlengt samstarf fyrirtækjanna til næstu fimm ára.

Samvinna þessara aðila hófst árið 2012 og hafa virt greiningarfyrirtæki gefið því hæstu einkunn með tilliti til sýnileika og trausts á þýska knattspyrnumarkaðinum, að þvíæ er fram kemur í tilkynningu.

„Við fögnum þessum áfanga og sjáum mikil tækifæri í enn nánara samstarfi við Borussia Dortmund og stuðningsmenn þeirra á komandi árum. Reynslan sýnir okkur, að á margan hátt, hafa Opel og Dortmund sömu gildin að leiðarljósi í starfsemi sinni og markmiðin eru í grunninn þau sömu; að veita aðdáendum sínum þátt í sérstakri upplifun þar sem keppt er að hámarks árangri,“  segir Jürgen Keller frá Opel.

mbl.is