Þjóðverjar vænta rafbílakvóta

Þjóðverjar vilja lágmarksfjölda rafbíla í umferðinni.
Þjóðverjar vilja lágmarksfjölda rafbíla í umferðinni.

Þýsk yfirvöld vænta þess að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) leggi til kvóta fyrir rafbíla í  umferðinni í þeim tilgangi að draga úr loftmengun.

Af hálfu ESB-stjórnarinnar voru í síðustu viku engin áform um þetta efni vera á döfinni. Umhverfisráðuneytið í Berlín sagði hins vegar í morgun, að án aðgerða gegn losun gróðurhúsalofttegunda, koltvíildis, myndu gildandi losunarmarkmið ekki nást.

„Við náum engum árangri ef við setjum okkur ekki metnaðarfull markmið,“ sagði talsmaðurinn Hubertus Heil.

Bretar og Frakkar ákváðu nýverið að banna sölu á nýjum bílum með brunavélar frá og með árinu 2040.

mbl.is

Bloggað um fréttina