Yfir 100.000 níræðir á vegunum

Öldruðum ökumönnum fjölgar ört. Þeir lenda sjaldnar í óhöppum og …
Öldruðum ökumönnum fjölgar ört. Þeir lenda sjaldnar í óhöppum og borga því mun lægri tryggingar en yngri ökumenn.

Rúmlega eitthundrað þúsund manna á tíræðisaldri er í umferðinni í Bretlandi að staðaldri. Fór fjöldinn í fyrsta sinn upp fyrir 100.000 í ár, að sögn DLVA, stofnunar sem sér um útgáfu ökuskírteina og skráningarskírteina bíla.

Handhafar ökuskírteina eru samtals 108.777 í ár, eða 74.564 karlar og 34.213 konur. Flestir eru ökumenn á tíræðisaldrinum í Stór-London eða 8.345 og næstflestir í sýslunni Hampshire syðst í Englandi, eða 4.457. Í þriðja sæti eru Vestur-Miðlönd með 3.729 skírteinishafa.

Í könnun sem 2.000 ökumenn tóku þátt í reyndust 49% á því að skírteinishafar 70 ára og eldri ætti að vera skylt að gangast í gegnum aksturspróf á þriggja ára fresti. Tryggingafélög virðast ekki álíta öldungana ógn við umferðaröryggi því að meðaltali borga þeir 522 pund fyrir bíltryggingu. Til samanburðar þarf 18 ára nýliði að kaupa tryggingu fjórfalt dýrar, eða á 2.334 pund.

mbl.is