Á golfbíl um miðja nótt á þjóðvegum

Lögreglan lagði hönd á golfbílinn blöðrumprýdda.
Lögreglan lagði hönd á golfbílinn blöðrumprýdda.

Drukkinn maður á djamminu gerðist svangur og ekki hvarflaði að honum að panta sér leigubíl til að skreppa á McDonald's, heldur tók hann trausta taki golfbíl og lagði af stað í 25 km ferðalag.

Lögreglunni þótti undarlegt að sjá golfbíl á A45 þjóðveginum hjá bænum Daventry og það síðla nætur, en hún hafði afskipti af manninum klukkan fjögur að nóttu. Þá hafði hann verið á ferð í tæpa klukkustund en hámarkshraði farartækisins er 22 km/klst.

Golfbílnum stal maðurinn á golfvellil við bæinn Towcester í Northamptonskíri og vakti það meiri eftirtekt á þjóðveginum að hann var þakin blöðrum vegna samkvæmis sem haldið var á golfvellinum þetta kvöld.

Lögreglan handtók manninn samstundis og för hans var stöðvuð því hann var greinilega rykaður og stafaði frá honum áfengisþegur. Mæling leiddi í ljós að áfengismagn í blóði var rúmlega tvisvar sinnum meira en leyfilegt var til aksturs.

Að sögn lögreglunnar í Northamptonskíri hafði maðurinn ekið á næsta McDonalds veitingahús til að seðja sitt sárasta hungur.

mbl.is