Sala á rafbílum eykst mikið milli ára

Rafbíll í hleðslu. Sala slíkra bíla er að aukast.
Rafbíll í hleðslu. Sala slíkra bíla er að aukast. mbl.is/Hallur Már Hallsson

Um sjötti hver fólksbíll sem seldur var til almennra nota á fyrstu átta mánuðum ársins var að hluta eða öllu leyti knúinn rafmagni. Til samanburðar var hlutfall slíkra bíla samtals 2% sömu mánuði 2014.

Hér er vísað til sölu á rafbílum og tengiltvinnbílum, sem ganga bæði fyrir rafmagni og eldsneyti.  Sala til bílaleiga er hér undanskilin. Rafbílavæðing hjá þeim gengur hægar. Takmarkaðir innviðir á landsbyggðinni eiga að mati Samgöngustofu þátt í því.

Þær upplýsingar fengust frá Samgöngustofu að það sem af er ári hafi verið nýskráðir 21.335 fólksbílar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: