Drottning Renault í Frankfurt

Meðal tuga bílnýjunga á hinni árlegu bílasýningu í Frankfurt í Þýskalandi er að finna hugmyndabílinn Symbioz sem lýst er sem drottningu Renault.

Eins og sjálft nafnið gefur til kynna er Symbioz ætlað að vera „samlíf ólíkra uppruna“. Í tilkynningu frá Renault segir að í bílnum sé reynt að skilgreina framtíðina, eins og dæmigerður bíll muni vera árið 2030.

Við hönnun hans var líffsstíll, umhverfisvernd og nytsemi í bæjarakstri haft til grundvallar. Búast má við að hann verði jafnvel sjálfakandi og rafknúinn.

mbl.is