Ekkert lát á mótbyr dísilbílbíla

Dísilvél í BMW 520d.
Dísilvél í BMW 520d.

Stöðugt sækir á brattann í sölu dísilbíla í Evrópu og virðist sem þeir séu á hraðri niðurleið. Þannig var hlutfall dísilbíla í nýskráningum bíla í Noregi í nýliðnum september aðeins 18%, samanborið við sama mánuð í fyrra.

Svo lágt hlutfall dísilbíla í nýskráningum hefur ekki sést þar í landi frá 2002, að sögn vegasamgöngustofunnar norsku. Mikill meirihluti neytenda kaupir bensínbíl eða bensíntvinnbíl. Í september var hlutfall hreinna rafbíla í heildarsölu mánaðarins 28,6%.

Þessi þróun er ekkert bara norsk, að hluta til íslensk líka og hún sýnir sig í öllum löndum Evrópu nema Ítalíu. Í Þýskalandi hefur orðið snörp hreyfing í þessa átt líka. Hlutdeild dísilbíla þar í landi náði 48,2% þegar árið 2012, er hún náði hámarki þar. Það sem af er árinu í ár liggur hlutfallið í 40,3% af sölu bíla með brunavél og stefnir í að lækka frekar.

Þannig dróst salan saman um 21% í september miðað við sama mánuð fyrir ári. Var heildarhlutfall dísilbíla í sölu allra bíla frá áramótum þar með 36,3%. Á sama tíma jókst sala bensínbíla um 8,7% og var hlutfall þeirra í heildarsölunni bíla með brunavél 59,7%.

Sérfræðingar telja að ekki verði aftur snúið og samdráttur í sölu dísilbíla haldi áfram og endursöluverð þeirra lækki. Hefur umræða um takmörkun aksturs þeirra víða í stærri borgum og eins ákvarðana Frakka, Breta og Þjóðverja um að banna sölu nýrra dísilbíla í framtíðinni. Hið síðast talda varð til þess að nýskráning dísilbíla tók dýfur í Þýskalandi í mars og hefur dregist saman í hverjum mánuði síðan.

Þá hefur verið rætt um það á vettvangi yfirvalda að krefja eigendur eldri dísilbíla að setja í þá dýran hreinsibúnað, en sú lausn ein og sér mynd kosta a.m.k. 1500 evrur á bíl.

Í Bretlandi nam samdráttur í nýskráningum dísilbíla 21,7% í september og 21% í ágúst. Í Frakklandi nam samdrátturinn 6,2% í september og 9% á Spáni.

mbl.is