Bjartar horfur fyrir bílsmíði

Efnahags- og samvinnustofnun Evrópu (OECD) álítur í nýrri skýrslu um horfur í atvinnu- og efnahagsmálum, að  framtíðin sé björt bæði hjá olíuframleiðsluríkjum og bílaframleiðendum.

Því er m.a. spáð að bílaeign muni vaxa mjög í þróunarríkjum á næstu tveimur áratugum og það útaf fyrir sig muni gera meira en vega upp aukningu í sölu rafbíla á heimsvísu.

Á meðfylgjandi myndum má sjá bíla taka á sig mynd og fæðast í bílsmiðju PSA Peugeot Citroen í Mulhouse í Frakklandi. Hún mun geta afkastað 400.000 bílum á ári frá og með 2021. Eru það 60% meiri afköst en í dag, en aukningin er að þakka 400 milljóna evru fjárfestinga í stækkun og nýjum búnaði fyrir verksmiðjuna.

mbl.is