Einkabílar verði brátt óþarfir

Sorgenfrei og rútan. Fyrsta ferðin með algjörlega sjálfkeyrandi ökutæki hérlendis …
Sorgenfrei og rútan. Fyrsta ferðin með algjörlega sjálfkeyrandi ökutæki hérlendis verður farin á ráðstefnunni Snjallborgin í Hörpu á fimmtudag.

Peter Sorgenfrei, framkvæmdastjóri og stofnandi fyrirtækisins Autonomous Mobility, segist telja að ekki sé langt í að hefðbundnir einkabílar verði með öllu óþarfir í borgum.

Fyrirtæki hans, sem flytur inn og selur sjálfkeyrandi rafbíla, er að stærstum hluta í eigu Samler Group sem er stærsti bílainnflytjandi Danmerkur og helmingseigandi bílaumboðsins Heklu hérlendis.

„Í stað þess að þú eigir þinn eigin bíl sem stendur ónotaður í innkeyrslunni hjá þér 95% tímans, verður þú með áskrift að deilibílum, rétt eins og þú ert með áskrift að Netflix og Spotify,“ segir Sorgenfrei í viðtali um þróun bílasamgangna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina