34% aukning í nýskráningu rafbíla

34% aukning hefur orðið í nýskráningu rafbíla frá áramótum til …
34% aukning hefur orðið í nýskráningu rafbíla frá áramótum til septemberloka 2018. mbl.is/Valgarður Gíslason

Það sem af er ári hafa nýskráningar á rafmagnsbílum aukist um 34% og tengiltvinnbílum um 29% ef miðað við sama tímabil 2017.

Kemur þetta fram í gögnum frá Bílgreinasambandinu (BGS) en á sama tímabili - janúar til loka september - hefur bílasala dregist saman um 12,6% ef miðað er við sama tímabil árið 2017.

Sala á nýjum bílum í september einum og sér dróst saman um 23,7% en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 935 bílar samanborið við 1.266 í sama mánuði í fyrra. Eru þetta 291 bílum færra frá því sem var selt í september í fyrra. 

Bílgreinasambandið telur helstu ástæðu fyrir samdrættinum vera mikla óvissu sem var í ákvörðun stjórnvalda varðandi vörugjöld á bíla í byrjun sumars en bílaumboð fundu fyrir minnkun sérpantana á þeim tíma. Er sú afleiðing að koma í fram nú þegar horft er til skráðra ökutækja í september.

Á sama tíma hefur eftirspurn eftir rafmagns- og tengiltvinnbílum aukist umtalsvert, segir BGS í tilkynningu. Breytingar sem bílaframleiðendur hafa farið í á sínum rafmagns- og tengiltvinnbílum hefur leitt til lengri biðtíma eftir slíkum bílum sem einnig er að hafa áhrif, segir þar ennfremur.

mbl.is

Bloggað um fréttina