Hertar reglur um útblástur

Rafbílum og tengiltvinnbílum fjölgar mjög ört.
Rafbílum og tengiltvinnbílum fjölgar mjög ört.

Volkswagen (VW), Mercedes-Benz, Porsche og fleiri bílaframleiðendur eru hættir að selja sumar gerðir tengiltvinnbíla í Evrópu vegna nýrra reglna um útblástur, að því er segir í Automotive News Europe.

Reglurnar, sem eru skammstafaðar WLTP, tóku gildi í ESB í september. Útblástur tengiltvinnbíla er nú mældur á annan hátt en áður sem veldur því að losun nokkurra gerða fer yfir 50 g/km af CO2 viðmiðið. Þeir tengiltvinnbílar sem þetta á við njóta ekki lengur 3.000 evra (393.000 ÍKR) niðurgreiðslu í Þýskalandi.

Yfirleitt þurfa bílaframleiðendur að búa bíla sína stærri drifrafhlöðum svo þeir fari undir 50 g/km af CO2. Fram kemur að VW hafi hætt sölu á Passat GTE og Golf GTE tímabundið. Ný kynslóð sem stenst viðmiðið er væntanleg í júlí 2019.

Porsche hefur hætt sölu á Panamera- og Cayenne-tengiltvinnbílum og hyggst endurhanna þá.Mercedes-Benz kemur með nýjar kynslóðir tengiltvinnbíla innan tveggja mánaða. Þær munu losa minna en 50 g/km af CO2, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina