Sólrafhlöður í þakinu

Hyundai Sonata tvinnbíllinn kemur á næsta ári. Hér má sjá …
Hyundai Sonata tvinnbíllinn kemur á næsta ári. Hér má sjá sólrafhlöðurnar í þakinu.

Hyundai hefur kynnt nýjan Sonata sem verður frábrugðinn þeim fyrri að í þakinu er fyrirkomið sólrafhlöðum til rafmagnsframleiðslu.

Mætti segja að með þessu væri draumurinn um ókeypis hleðslu bílrafgeyma að rætast. Þó ekki alveg strax því til að byrja með verður þessi búnaður ekki nógu afkastamikill til að koma að verulegu gagni.

Þessi hleðslumáti mun þó gera gagn og það er af þeim sökum sem Hyundai hefur ákveðið að búa nýjan Sonata tvinnbíl með sólrafhlöðum í þakinu. Ásamt því að hlaða geymana og bjóða bílnum upp á aukna orku munu rafhlöðurnar bæta skilvirkni eldsneytis og auka drægi bílsins.

Sólrafhlöðurnar geta haldið áfram að hlaða geyma Hyundai Sonataþótt hann sé ekki í gangi. Að sögn kóreska bílsmiðsins geta rafhlöðurnar hlaðið  geymana 30-60% á dag. Og með sex klukkustunda hleðslu á dag má auka drægi bílsins um 1.300 kílómetra á ári.

Sonata Hybrid er nú þegar kominn í sölu á heimavelli í Kóreu og síðan heldur hann innreið til Norður-Ameríku. Sem stendur hefur Hyundai þó engin áform um að bjóða hann á Evrópumarkaði, alla vega ekki í bráð.

Hyundai Sonata tvinnbíllinn kemur á næsta ári. Hér má sjá …
Hyundai Sonata tvinnbíllinn kemur á næsta ári. Hér má sjá sólrafhlöðurnar í þakinu.
mbl.is

Bloggað um fréttina