Þrengt að mengunarbílum

Skortur á skilvirkum og aflmiklum rafgeymum kann að standa þróun …
Skortur á skilvirkum og aflmiklum rafgeymum kann að standa þróun og smíði rafbíla fyrir þrifum.

Þing Evrópusambandsins (ESB) hefur samþykkt að dregið skuli úr losun bíla á gróðurhúsalofti um sem  nemur 40% fram til ársins 2030.

Þingið gekk lengra en framkvæmdastjórn sambandsins sem áður hafði lagt til að losunin skyldi lækkuð um 30% á þessu sama tímabili. Samtök evrópskra bílaframleiðenda hafði lagt til 20% minnkun losunar.

Samkvæmt samþykkt þingsins verður meðaltalslosun bílaflotans 57 grömm koltvíildis á kílómetra árið 2030. Spurt er hvort það sé raunhæft og svarið er já á þeirri forsendu að meiriháttar rafvæðing eigi sér í framleiðslu nýrra bíla næstu tíu árin.

Það er helst að rafgeymaframleiðendur muni eiga erfitt með að smíða rafgeyma í nógu magni og mun öflugri en nú eru. Það er talin vera helsta tæknihindrunin fyrir því að áform Evrópuþingsins nái fram að ganga.

mbl.is

Bloggað um fréttina