Mini minkar aftur

Austin Mini Cooper af árgerðinni 1968.
Austin Mini Cooper af árgerðinni 1968.

Næsta kynslóð Mini bíla frá BMW verður minni en þær síðustu og í raun sömu stærðar og fyrsti Mini eftir að bílsmiðjan breska komst í hendur BMW árið 2001.

Frumburður nýrrar kynslóðar hlaðbaksins er væntanlegur á götuna árið 2022. Verið er að forma hann og sníða bakvið luktar dyr í höfuðstöðvum Mini.

Forstjóri Mini, Bernd Körber, vill ekki bara minnka bílinn heldur vill hann gera hann að hreinum rafbíl. Fróðlegt verður að sjá útkomuna af þessu og eflaust mun smábíllinn dáði og elskaði áfram njóta einstakra vinsælda.

mbl.is

Bloggað um fréttina