Örbíll selst best

Danir kunna að meta örbílinn Citroen C1.
Danir kunna að meta örbílinn Citroen C1.

Smæðin er allt mætti segja að einkenndi bílaáhuga Dana um þessar mundir því söluhæsti fólksbíllinn í september þar í landi var af minni gerðinni, eða Citroen C1. Og það sem meira er, franskir bílar voru í þremur efstu sætum.

Citroen C1 fór í 589 eintökum, í öðru sæti var Peugeot 208 með 583 eintök og í því þriðja  Citroen C3 með 521 eintak. Í næstu sætum voru Tesla Model 3 (437), VW Passat (392),  Nissan Qashqai (376), VW Golf (359), Ford Focus (326), Toyota Yaris (315) og Ford Fiesta í tíunda sæti með 313 bíla.

Niðurstaðan þykir um margt koma á óvart og eftirtektarverður þykir árangur Tesla Model 3 sem annan mánuðinn í röð klifrar alla leið upp í fjórða sæti. Í fimmta sæti varð svo fyrirtækjabíllinn VW Passat. Árangur Citroen er meðal annars rakinn til auglýsingaherferðar.

Í september bættust 16.000 nýir bílar á götur Danmerkur, sem er um 4.000 meira en á sama tíma í fyrra. Fyrstu níu mánuðina höfðu verið seldir alls 173.600 bílar eða ögn meira 2018.

Danir kunna að meta örbílinn Citroen C1.
Danir kunna að meta örbílinn Citroen C1.
mbl.is

Bloggað um fréttina