Kraftmeiri og langdrægari Renault ZOE kynntur

Hinn nýi Renault Zoe verður frumsýndur hjá BL á morgun, …
Hinn nýi Renault Zoe verður frumsýndur hjá BL á morgun, laugardag.

Bílaumboðið BL við Sævarhöfða frumsýnir á morgun, laugardag milli kl. 12 og 16, uppfærða, kraftmeiri og langdrægari útgáfu af hinum vinsæla rafbíl Renault Zoe, sem jafnan er einn mest seldi rafbíllinn í Evrópu auk þess að hafa 5 ár í röð verið kosinn sá besti í sínum verðflokki hjá What Car?

Að utan eru ný og C-laga díóðu aðal-, dag- og þokuljós og nýir aðdráttar hliðarspeglar með innbyggðum stefnuljósum auk þess sem nýr framendi hefur fengið hið einkennandi útlit Renault. Að aftan eru díóðuljós. Velja má um alls níu liti á Zoe og fjórar mismunandi 15, 16 og 17 tommu álfelgur.

„Í farþegarými er allt yfirbragð sportlegra og nútímalegra. Innréttingin er öll úr 100% endurvinnanlegum efnum sem hefur í för með sér 60% minni losun Co2 á hverja 8 fermetra efnis. Allur frágangur er vandaðri en áður þar sem vefnaðarvaran gegnir stóru hlutverki og hefur í för með sér aukna hljóðvist fyrir ökumann og farþega. Komið er nýtt stillanlegt og upphitanlegt fjölaðgerðastýri og 10 tommu digital mælaborð með mjúku endurunnu áklæði auk 9,3 tommu Easy Link navigation snertiskjás sem eykur þægindi og aðgang að afþreyingu,“ segir í tilkynningu.

Meir afl og öryggisbúnaður

Hvað varðar afl og afköst þá hefur Zoe fengið nýjan og kraftmeiri mótor sem skilar um 136 hestöflum og 245 Nm togi. Bíllinn býður akstursaðstoð með virkri neyðarhemlun, blindhornsviðvörun, lestur umferðarskilta, akgreinastýringu,  sjálfvirkri skiptingu aðalljósageisla, aðstoð við stæðislögn og fleira.

Nýr Zoe hefur einnig fengið orkumeiri 52 kWh rafhlöðu sem við góðar aðstæður getur skilað bílnum allt að 395 km vegalengd á hleðslunni. Nú er hægt að hlaða Zoe á 50 kw hraðhleðslustöðvunum sem um þessar mundir fjölgar jafnt og þétt hringinn í kringum landið.

Á hraðhleðslustöðvunum má fullhlaða Zoe á um það bil einni klukkustund eða upp að 80% á rúmum 70 mínútum. Eins og verið hefur fylgir Zoe 22kw hleðslusnúra sem fyrst og fremst er ætluð til skammtímahleðslu um venjulega heimilisinnstungu.

Renault Zoe er í boði í fjórum verðflokkum; Life, Zen, Intens og Edition One (Bose). Verð bílsins er frá 3.990.000 kr. 

Hinn nýi Renault Zoe verður frumsýndur hjá BL á morgun, …
Hinn nýi Renault Zoe verður frumsýndur hjá BL á morgun, laugardag.
Hinn nýi Renault Zoe verður frumsýndur hjá BL á morgun, …
Hinn nýi Renault Zoe verður frumsýndur hjá BL á morgun, laugardag.
mbl.is