265 trabbar

Trabant var algengur á íslenskum vegum.
Trabant var algengur á íslenskum vegum.

Austur-þýskir Trabant-bílar voru býsna algengir á íslenskum vegum, sérstaklega á sjöunda og áttunda áratug nýliðinnar aldar.

Verslunarviðskipti við A-Þýskaland voru fyrst og síðast í formi vöruskipta þar sem Þjóðverjar borguðu fyrir síld og annan mat með tröbbum, fjögurra sæta bíl hvers byrðingur var úr trefjagleri. 

Það sem vann einna mest móti þessum bílum voru tvígengisvélar þeirra sem gengu fyrir blöndu af bensíni og olíu sem ökumaður tankaði í sérstökum hlutföllum. Vönduðu menn sig ekki alltaf í þeim efnum og slumpuðu á olíumagnið sagði það til sín í mekki af bláum reyk undan afturenda bílsins.

Enn sjást Trabant-bílar á götum Frakklands en bílablaðið Auto Plus spyr í nýjasta tölublaði sínu hversu margir þeir eru, nú þrjátíu árum eftir fall Berlínarmúrsins. Svarið er að 265 trabbar eru með fulla skoðun í frönsku bifreiðaskránni.

Af þeim eru 140 af 601-útgáfunni  sem er sú frægari en alls voru framleiddir 2,8 milljónir bíla af þessu módeli. Afgangur bílanna, 125 eintök, skiptist nokkuð jafnt milli módelanna P50, P60 og 1.1. 

mbl.is

Bloggað um fréttina