Tvíaflsrás í Land Cruiser

Toyota Land Cruiser tekinn til kostanna við reynsluakstur blaðamanna á …
Toyota Land Cruiser tekinn til kostanna við reynsluakstur blaðamanna á Fuerteventura undan Afríkuströndum.

Ný kynslóð af Toyota Land Cruiser, sem sumir hafa viljað kalla Íslandsjeppann sakir vinsælda hans hér á landi í áratugi, verður kynnt í ágúst í sumar.

Það er í sjálfu sér vart frétt en það sem gerir viðburðinn að stórmáli er að

tvíaflsrás verður í bílnum. Og það sem meira er, hún verður sambland af 3,5 lítra V6 bensínvél og tveimur rafmótorum. Út úr henni má ná 354 hestöflum. Frá þessu skýrir japanski bílavefurinn bestcarweb.jp.

Með þessu víkur núverandi aflgjafi, hin 5,7 lítra V8-vél sem skilað hefur 381 hestafli að hámarki. Í staðinn kemur sama tvíaflsrás og er að finna í Lexus LC 500h og Lexus LS500h.

Þetta þýðir að Land Cruiser hinn nýi tapar nokkru af afli sínu en með endurhönnun og léttari efnum í grind og yfirbyggingu er talið að náist að lækka bílþyngdina nægilega mikið til að bíllinn verði ekki fyrir hraðatapi.

Í meginatriðum verður Land Cruiser áfram tiltölulega kassalaga, en þó er bent á líflegri og dirfskufyllri hönnun nýjustu bíla Toyota er gefi kannski vísbendingar um að nýr Land Cruiser taki einhverjum útlitsbreytingum. Þó ekki nema bara væri til að leyfa honum að komast út úr skugga forveranna.

Framtíð Land Crusier á einum öflugasta markaði bílsins til þessa, Bandaríkjunum, er í nokkurri óvissu. Innan við 4.000 eintök seldust þar á nýliðnu ári, aðeins ögn meira en árið 2018. Spurning er hvort frumburður næstu kynslóðar jeppans breyti því síðsumars.

agas@mbl.is

Toyota Land Cruiser var tekinn til kostanna við reynsluakstur blaðamanna …
Toyota Land Cruiser var tekinn til kostanna við reynsluakstur blaðamanna á Fuerteventura. mbl.is/Ágúst Ásgeirsson
Toyota Land Cruiser tekinn til kostanna við reynsluakstur blaðamanna á …
Toyota Land Cruiser tekinn til kostanna við reynsluakstur blaðamanna á Fuerteventura.
Stund milli stríða við reynsluakstur Toyota Land Cruiser á Fuerteventura …
Stund milli stríða við reynsluakstur Toyota Land Cruiser á Fuerteventura undan Afríkuströndum.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina