MG og Tesla þeir einu sem juku sölu

Bíll af gerðinni MB.
Bíll af gerðinni MB. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

MG og Tesla voru einu bílmerkin til að auka sölu á nýliðnu ári, 2020, í Bretlandi, en þar dróst bílasala saman um 29,4%.

Fara verður aftur til ársins 1992, eða um 28 ár, til að finna ámóta sölu. Kórónuveirufaraldrinum er kennt um að allt árið seldust 680.076 færri bílar en árið 2019.

Tveir bílaframleiðendur stóðu upp úr og juku sölu, ólíkt öllum öðrum bílmerkjum, eða MG og Tesla.

Fyrrnefndi bílsmiðurinn seldi 18.415 nýsmíðaða bíla í breska konungdæminu sem er talsverð aukning frá 2020 er eintökin voru 13.075. Jafngildir það 40,84 prósenta aukningu, samkvæmt upplýsingum frá breska bílgreinasambandinu (SMMT).

Nýskráning Teslabíla mun hafa verið 26.086 eintök, samanborið við 14.635 bíla 2019. Það er aukning upp á 78,24 prósent.

Bíll af gerðinni MB.
Bíll af gerðinni MB. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir
mbl.is

Bloggað um fréttina