Sannkallað ár orkuskipta á einstaklingsmarkaði

Nýr Hyundai i10.
Nýr Hyundai i10.

Alls voru 906 fólks- og sendibílar nýskráðir hér á landi ı́ síðasta mánuði
ársins 2020, tæpum 30% fleiri samanborið við desember 2019 þegar þeir voru 699.

Þegar litið er til ársins í heild voru hins vegar tæplega 21% færri bílar nýskráðir samanborið við 2019 eða alls 10.370. Ástæðan er sökum verulegs samdráttar í nýfjárfestingum á fyrirtækja- og bílaleigumarkaði, þar sem endurnýjun fólks- og sendibíla dróst annars vegar saman um 9,1% og hins vegar tæp 57%.

Kaupum einstaklinga á nýjum bílum í þessum flokkum fjölgaði hins vegar um 8,6% á árinu samanborið við 2019 en alls var 5.601 bíll nýskráður einstaklingum 2020.

Hyundai söluhæsta merki BL 2020

Nýskráningar fólks- og sendibíla eftir umboðum, skv. upplýsingum frá Samgöngustofu.
Nýskráningar fólks- og sendibíla eftir umboðum, skv. upplýsingum frá Samgöngustofu.


Af heildarfjölda nýskráðra fólks- og sendibíla á síðasta ári voru 2.206 af merkjum BL, flestir af tegundinni Hyundai eða 700 talsins. Hyundai var jafnframt söluhæsta merki BL á einstaklings- og bílaleigumarkaði. Næstsöluhæsta merki BL 2020 var Nissan með 516 nýskráningar og síðan Renault með 255, en þau tvö síðast töldu voru jafnframt helstu merki BL á fyrirtækjamarkaði með alls 274 bíla. Í heild nam markaðshlutdeild BL 21,3% á liðnu ári, segir í tilkynningu.

Nýorkubílar tæp 37% heildarsölunni

Af heildarfjölda nýskráðra merkja BL voru 813 nýorkubílar; 600 rafbílar og 213 tengiltvinnbílar, þar af 101 í nýliðnum desembermánuði. Hlutdeild nýorkubíla á árinu nam 36,8% í heildarfjölda nýskráðra bíla frá BL, þar sem hreinir rafbílar höfðu 27,2% hlutdeild í heildarsölu BL á árinu. Langsöluhæstu rafbílar BL voru Nissan Leaf og Hyundai Kona og BMW í flokki tengiltvinnbíla.

2020 var ár orkuskipta á einstaklingsmarkaði

Nýskráningar fólks- og sendibíla frá BL, skv. upplýsingum frá Samgöngustofu.
Nýskráningar fólks- og sendibíla frá BL, skv. upplýsingum frá Samgöngustofu.


„Eftir því sem meira leið á árið 2020 jókst úrval mismunandi tegunda tengiltvinnbíla á bílamarkaði landsmanna eins og í öðrum löndum og var hlutfall þeirra í nýskráningunum 43% á einstaklingsmarkaði í desember og hefur aldrei verið hærra. Nýliðið ár var sannarlega ár orkuskipta á einstaklingsmarkaðnum, þar sem 54,6% kaupenda nýrra fólks- og sendibíla völdu sér annað hvort hreinan rafbíl eða tengiltvinnbíl, samanborið við 28,6% árið á undan. Þessir tveir flokkar nýorkubíla hafa því rutt bekkinn í tveimur efstu sætunum sem bensín og dísill hafa vermt hingað til. Fastlega má búast við að hlutfall nýrra raf- og tengiltvinnbíla í bílaflota fyrirtækja og bílaleiga muni vaxa mjög á því herrans ári, 2021 sem nú er gengið í garð,“ segir í tilkynningu BL.

mbl.is

Bloggað um fréttina