Átti samtal við Guð eftir fósturmissinn

Carrie Underwood og eiginmaður hennar Mike Fisher.
Carrie Underwood og eiginmaður hennar Mike Fisher. AFP

Tónlistarkonan Carrie Underwood segist hafa átt alvarlegt samtal við Guð þegar hún missti fóstur í þriðja sinn á tveimur árum. „Fósturmissirinn neyddi mig til að eiga samtal við Guð og segja „Allt í lagi, ég er eiginlega að gefast upp. Ef þetta á ekki að verða, þá þarf ég að sætta mig við það og vita að einn daginn mun ég skilja af hverju,“ sagði Underwood í viðtali við People

Underwood greindi frá því í september að hún hafi misst fóstrin. Stuttu seinna komst hún að því að hún væri ólétt. Sonur hennar kom svo í heiminn snemma á þessu ári. Fyrir á hún drenginn Isaiah með eiginmanni sínum Mike Fisher.

„Auðvitað veltir maður fyrir sér hvort þetta sé manni sjálfum að kenna, hvað er ég að gera rangt eða hvað hef ég gert rangt. Ég man eftir að hafa rætt þetta við Mike til að reyna að skilja þetta allt saman,“ sagði Underwood. Í kjölfar fósturmissanna samdi hún lagið Cry Pretty sem hefur notið mikilla vinsælda. 

Underwood er á tónleikaferðalagi þessar vikurnar og eru strákarnir hennar allir með henni, Mike, Isaiah og Jacob. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert