Hryllileg upplifun

Meghan McCain þakkaði skilaboðin sem hún fékk eftir að hún …
Meghan McCain þakkaði skilaboðin sem hún fékk eftir að hún opnaði sig um fósturlát. Birti hún um leið mynd af sér og eiginmanni sínum. Skjáskot/Instagram

Bandaríska fjölmiðlastjarnan Meghan McCain greindi frá því í löngum pistli á vef New York Times að hún hefði misst fóstur fyrir nokkrum vikum. McCain sem missti föður sinn í fyrra, fyrrverandi forsetaframbjóðandann John McCain, huggar sig við að fóstrið sé í öruggum höndum afa síns. 

McCain er 34 ára og vinnur í sjónvarp. Hún var frá vinnu í nokkra daga sem vakti athygli fólks vestanhafs. Hún segist hafa vonað að fá að syrgja í friði en nú er hún hætt feluleiknum. Hún segir lítið talað um sorgina sem fylgir fósturlátum. 

„Ég er hætt í felum. Fósturlátið var hryllileg upplifun og ég óska engum að upplifa það,“ skrifaði McCain. „Þrátt fyrir hryllinginn er þetta sorglega algengt. Það er talið að ein af hverjum tíu upp í ein af hverjum fjórum þungunum endi með fósturláti. Það eru þrjár milljónir barna sem við missum í Bandaríkjunum á hverju ári. Það er því enn gildari ástæða fyrir því að konur ættu að geta talað um þetta opinberlega án skammarinnar og þekkingarleysisins sem gegnsýrir málið.“

McCain segist hafa farið á flug þegar hún komst að því að hún varð ólétt. Hún segist hafa byrjað að hugsa um allt mögulegt, hvernig barnaherbergið ætti að vera og nöfn á væntanlegan erfingja.

Að sama skapi braut hún sig niður þegar hún komst að því að hún væri að missa fóstrið. 

„Ég kenndi sjálfri mér um. Kannski var það rangt af mér að vera kona á framabraut, að vinna undir miklu álagi, sýnileg, undir miklu stressi, enn að jafna mig á fráfalli föður míns og á sama tíma beindust spjótin að mér sem opinberri persónu. Þetta er ekki kvörtun. Þetta er sannleikur. Ég kenndi aldri mínum um, ég kenndi persónuleika mínum um. Ég kenndi öllu því sem hægt er að ímynda sér um og það sem fylgdi því var mikil skömm.“

View this post on Instagram

“It's a very mean and nasty place and I don't care how tough you are it will beat you to your knees and keep you there permanently if you let it. You, me, or nobody is gonna hit as hard as life. But it ain't about how hard ya hit. It's about how hard you can get hit and keep moving forward.” ~ Rocky Balboa 🥊🥊🥊🥊 Thank you for so many beautiful and kind responses to my New York Times @nytimes op-ed about my recent miscarriage. Ben and I are the luckiest, most incredibly blessed people in the world surrounded by love and support. My hope is by continuing to share grief and loss, and addressing these taboo subjects head on it will help people who have experienced the same to feel less alone. None of us are alone in this. I was petrified to share my story publicly but I never, ever let fear dictate my life choices. I will always take the leap, I will always roll the dice. 🎲 And to this man who loves my wild heart, has never tried to change a single thing about me, and continues to be the greatest source of strength, love and faith a woman could ever ask for ~ I thank God for sending you to me every day, Ben. #rideordie

A post shared by Meghan McCain (@meghanmccain) on Jul 20, 2019 at 7:16pm PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert