Áskorun að ala upp ungt barn 73 ára

David Foster og eiginkona hans Katharine McPhee.
David Foster og eiginkona hans Katharine McPhee. PAUL ARCHULETA

Tónlistarmaðurinn David Foster segir það vera mikla áskorun að ala upp ungt barn nú þegar hann er orðin 73 ára. Sonur hans verður tveggja ára í næsta mánuði. 

„Ég held að það eina sem ég get gefið Renni, jafnvel þó ég verði ekki til staðar þegar hann verður 50, 40 eða jafnvel 30 ára, sé viska. Ég get gefið honum visku frá öllum mínum árum á jörðinni, kannski er það ekki svo slæmt. Ég vona allavega ekki,“ sagði Foster í viðtali við People

Foster á Rennie litla með eiginkonu sinni Katharine McPhee, en hún er 38 ára. Hann á líka fimm uppkomnar dætur sem eru á aldrinum 36 til 52 ára.

Viska og þolinmæði

Auk viskunnar finnst Foster hann einnig góður í þolinmæði gagnvart syni sínum. „Þegar ég var ungur, þá var ég ekki mjög þolinmóður. Ég var hrokafullur og vildi bara halda áfram,“ sagði Foster. 

Rennie litli er eini sonur Fosters og segir hann aðeins öðruvísi að ala upp dreng heldur en stúlku. „Á þessum tímapunkti í lífi mínu, þá er þetta aftur öðruvísi. Ekki betra eða verra, bara öðruvísi. Ég er enn að vinna, ég er enn mikið í burtu, en kannski er tíminn aðeins dýrmætari núna því ég á lengri fortíð heldur en framtíð,“ sagði Foster. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert