Sjávargata - Gistiheimili 28 Njarðvík 62.900.000 kr.
Valhöll
Verð 62.900.000 kr.
Fasteignamat 23.150.000 kr.
Brunabótamat 45.750.000 kr.
Áhvílandi 0 kr.
Tegund Atvinnuhús
Byggingarár 1921
Stærð 240 m2
Herbergi 5
Svefnherbergi 4
Stofur 1
Baðherbergi 2
Inngangur Sérinngangur
Bílskúr
Skráð á vef: 4. febrúar 2016
Síðast breytt: 15. febrúar 2017

VALHÖLL FASTEIGNASALA, SÍÐUMÚLA 27, S: 588-4477 OG INGÓLFUR GISSURARSON LÖGGILTUR FASTEIGNASALI OG LEIGUMIÐLARI, KYNNA Í EINKASÖLU: Einstakleg skemmtilegt og glæsilegt gistihheimili / heimagisting á frábærum stað í Njarðvík. Staðsetning er frábær með tilliti til ferðalanga sem koma til og frá landinu, því bein leið er frá húsinu uppað flugvallarvegi.  Samkvæmt þjóðskrá er húsið skráð 213,7 fm en talsvert er af óskráðum fermetrum, m.a. 25-30 fm í risi (2 gistiherbergi) og 4 geymslur á lóðinni við húsið. Alls 6.gistiherbergi með svefnplássi fyrir 16-17 manns.  Saga hússins er mikil og var það upphaflega byggt sem fjós kringum 1900, síðustu kýr innandyra 1952. Segja má að húsið sé sem nýtt því skv. eiganda er mestallt húsið nýlega endurnýjað og endurbyggt s.s. rafmagn, lagnir, þak, gluggar,gólfefni, milliveggir o.s.frv. -  Þá er húsið áfast annari húseign sem í eru 3 íbúðir sem eru í eigu ÍLS og eru til sölu. Þær eignir þarfnast algerar standsetningar og það hús að utan, sem gefur frábæra möguleika til að bæta við og gera þetta gistiheimili að stærra dæmi.RAVENS´BNB ER MEРALLRA HÆSTU EINKUN Á TRIPADVISOR, NÁNAR TILTEKIÐ Í HÓPI  TOPP 10 % . Rekstrar og starfsleyfi til næstu 4ra ára komið.


Skipulag: 
Rúmgóð forstofa. Til vinstri er hol með þvottaaðstöðu og útgangi á baklóðina. 1 gistiherbergi og innangengt í innbyggðan bílskúr með sjálfv.oppnara og geymslulofti. Til hægri frá forstofu er innra hol, 3 gistiherbergi með tveimur rúmum hvert, öll herbergin bera nöfn og eru innréttuð með ákveðið þema í huga: Tónlistarherbergið, Antikherbergið og Vinnustofan. Baðherbergi með sturtu, innréttingu og glugga.  Aðalrými: Stórt eldhús og borðstofa, sjónvarpshol og garðskáli þar sem er útgengt á tvær afgirtar timburverandir. Önnur með heitum potti.  Vönduð hvítlökkuð fulningainnrétting í eldhúsi og gaseldavél, ásamt nauðsynlegum tækjum og búnaði.   Í suðurenda hússins er þvottaherbergi með innréttingu og útgangi á stóra afgirta timburverönd í norðaustur. Stórt baðherbergi flísalagt með stórri nuddsturtu (sæti+gufa) og innréttingu, hurð úr baðinu útá veröndina með heita pottinum.  Úr aðalrýminu liggur voldugur timburstigi uppá n.k. brú sem liggur milli tveggja risherbergja, en hún og stiginn eru byggð úr timbri sem fengið er úr gamalli bryggju í Grindavík. Svefnherbergin í risinu eru bæði fjögurra manna, annað herbergið með snyrtingu, hitt með setustofu samtengt herberginu, en þar gæti fimmti maðurinn gist í svefnsófa.   Gólfefni: Gegnheilt hnotu parket,  flísar og náttúrusteinn frá Kanada. Gólfhiti er í öllu húsinu (utan risins). Möguleiki er að nýta ca 40 fm rými í kjallara (ekki full lofthæð, sem áður var haughús). ALLS 6 GISTIHERBERGI MEÐ SVEFNRÝMI FYRIR 16-17., auðvelt að bæta við uppí ca 24.  BEIN SALA EÐA SKIPTI MÖGULEG Á ÍBÚÐ EÐA SUMARBÚSTAÐ.

Góður garður umlykur húsið með berjarunnum í kring, heitur pottur og yfirbyggðir pallar allt í kringum húsið og aflokaður garður. Hér er um afar smekklega og fallega eign að ræða þar sem eigandi hefur virkilega vandað til verka.
Sjón er sögu ríkari, en best er að fara inná heimasíðu gistiheimilisins www.ravensbnb.is    og fara þar endilega inná flipan  about us  og skoða myndband af heimsókn Sindra Sindrasonar á staðin. 

Eignin er í dag skráð sem heimagisting en formsatriði er að skrá það sem gistiheimili.  Eigandi hefur aðeins nýlega hafið að reka gistiþjónustu allt árið og eru bókannir mjög góðar fyrir næstu vikur+mánuði. 
 
Allar nánari upplýsingar veitir Ingólfur Gissurarson löggiltur Fasteignasali og leigumiðlari S:896-5222  eða  ingolfur@valholl.is