Sandskeið F-gata 2 Selfossi 9.900.000 kr.
Fasteignamarkaðurinn ehf
Verð 9.900.000 kr.
Fasteignamat 6.288.000 kr.
Brunabótamat 10.750.000 kr.
Áhvílandi 0 kr.
Tegund Sumarhús
Byggingarár 1987
Stærð 38 m2
Herbergi 0
Svefnherbergi Óuppgefið
Stofur Óuppgefið
Baðherbergi Óuppgefið
Inngangur Sérinngangur
Bílskúr Nei / Ekki vitað
Skráð á vef: 20. júní 2016
Síðast breytt: 18. apríl 2017

Fasteignamarkaðurinn ehf. s. 570-4500 kynnir 37,9 fermetra sumarbústað á 5.000 fermetra eignarlóð við Sandskeið í Miðfellslandi, Bláskógabyggð. Landið er girt, vaxið kjarri, birkitrjám og lyngi. Timburverönd er á tvo vegu með glerjuðum skjólveggjum. Bústaðurinn stendur á steyptum stöplum og er klæddur lóðréttri timburklæðningu. Bárustál er á þaki.

Deiliskipulagsvinnu á svæðinu fer að ljúka skv. upplýsingum frá Byggingarfulltrúa Bláskógabyggðar og því væri mögulegt í framhaldi af því samþykki að sækja um stækkun á húsinu.


Lýsing eignar:
Forstofa, án gólfefna.
Geymsla, innaf forstofu með glugga og hillum, án gólfefna.
Snyrting, með glugga, án gólfefna.
Stofa og eldhús eru í  einu opnu rými. Í eldhúsi er furuinnrétting og gashellur og kamína er í stofu. Innaf stofu er opin svefnaðstaða. Á gólfi í opna rýminu eru spónaplötur.

Bústaðurinn er allur furuklæddur hið innra með lóðréttri klæðningu og loft eru furuklædd. Bústaðurinn er raflýstur og með rafmagnskyndingu. Rotþró. Lítill hitadúnkur gefur heitt vatn, en þó ekki baðvatn. Kalt neysluvatn kemur úr borholu á lóðinni. Innbú utan persónulegra muna og gasofn fylgja. Bústaðurinn selst í núverandi ástandi.

Lóðin er eignarlóð 5.000 fermetrar að stærð. Hraunhellur og rauðamöl eru í stíg heim að húsi.