Ásvegur 3 Dalvík 28.900.000 kr.
Fasteignasala Akureyrar
Verð 28.900.000 kr.
Fasteignamat 19.900.000 kr.
Brunabótamat 32.990.000 kr.
Áhvílandi 10.612.648 kr.
Tegund Einbýli
Byggingarár 1965
Stærð 133 m2
Herbergi 5
Svefnherbergi 4
Stofur 1
Baðherbergi 1
Inngangur Tvennir inngangar
Bílskúr
Skráð á vef: 7. nóvember 2016
Síðast breytt: 24. mars 2017

Einkasala
Ásvegur 3 – Dalvík
Mjög fallegt og mikið endurnýjað fimm herbergja 133,1m2 einbýlishús á einni hæð með bílskúr.
Húsið skiptist í forstofu, fjögur svefnherbergi, baðherbergi, stofu, eldhús og þvottahús ásamt bílskúr. 
Nánari lýsing:  Ljósar flísar á gólfi, fatahengi.  
Gangur:  Gráar flísar á gólfi.
Stofa er rúmgóð og björt, gráar flísar á gólfi.
Eldhús:  Nýleg mjög stór sérsmíðuð innrétting úr spónlagðri eik, eyja á miðju gólfi, mjög gott skápapláss, m.a. góður búrskápur.  Ljósgráar flísar á gólfi.  Vönduð heimlistæki frá Electrolux, ofn, vifta og keramikhelluborð.   
Svefnherbergi eru fjögur, öll með góðum Linoleum gólfdúk, góðir fataskápar í hjónaherbergi og einu barnaherbjanna.
Þvottahús:  Málað gólf, hillur og fatahengi.  Úr þvottahúsi er gengið út á steypa verönd með ágætum skjólveggjum (gólfhiti í pallinum).  Þar er heitur pottur og garðkúr (fylgja ekki).  Stór baklóð og leiksvæði á bakvið, engin hús aðliggjandi á baklóð.
Bílskúr:  Hillur á veggjum, gryfja undir hluta hans.
Vönduð eign sem býður upp á ýmsa möguleika.
Helstu endurbætur:
Rafmagn allt endurnýjað. 
Gluggar og gler er gott.
Allar innihurðir nýlegar (spónl. beyki)
Flísar á gólfum.