Ólafsvegur 15 Ólafsfirði 12.000.000 kr.
Hvammur Fasteignasala
Verð 12.000.000 kr.
Fasteignamat 7.690.000 kr.
Brunabótamat 22.410.000 kr.
Áhvílandi 0 kr.
Tegund Par/Raðhús
Byggingarár 1946
Stærð 100 m2
Herbergi 3
Svefnherbergi 1
Stofur 2
Baðherbergi 1
Inngangur Tvennir inngangar
Bílskúr Nei / Ekki vitað
Skráð á vef: 3. mars 2017
Síðast breytt: 14. júlí 2017

Hvammur Eignamiðlun 466-1600  kaupa@kaupa.is

Ólafsvegur 15 - 3ja herbergja parhúsaíbúð á einni hæð með 22,4 m² geymsluskúr á baklóð. Heildar stærð eignar er 99,8 m²
Eignin getur verið laus til afhendingar mjög fljótlega.


Eignin skiptist í forstofu, hol, eldhús, stofu, tvö svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús.  

Forstofa: Flísar á gólfi.
Hol: Ljóst parket á gólfi og þrefaldur skápur.
Eldhús: Ljóst plast parket á gólfi og hvít og beyki innrétting. Rúmgóður borðkrókur.
Stofa er með ljósu parketi á gólfi og hurð til suðurs út á timbur verönd.
Svefnherbergin eru tvö, annað með dúk á gólfi og lausum fataskáp og hjónaherbergið með parketi á gólfi og lausum fataskáp.
Baðherbergi er með flísum á gólfi og hluta veggja, plast lögð innrétting, wc og baðkar með sturtutækjum.
Þvottahús er með lökkuðu gólfi, hvítum efri skápum og lúgu upp á loft. Hurð er úr þvottahúsi út á lóð.

Geymsluskúr er á baklóð, skráður 22,4 m² að stærð. 
Nýlega voru austur og norður hliðar skúrsins endurbyggðar og þeir veggir einangraðir.
Nýtt járn og pappi er á þaki. Skúr er kynntur með affalli af íbúðarhúsi.