Réttarhólsbraut 12 Selfossi 33.900.000 kr.
Eignamiðlun
Verð 33.900.000 kr.
Fasteignamat 17.790.000 kr.
Brunabótamat 16.600.000 kr.
Áhvílandi 0 kr.
Tegund Sumarhús
Byggingarár 1974
Stærð 95 m2
Herbergi 5
Svefnherbergi 3
Stofur 2
Baðherbergi 1
Inngangur Sérinngangur
Bílskúr Nei / Ekki vitað
Skráð á vef: 18. apríl 2017
Síðast breytt: 15. maí 2017

Eignamiðlun kynnir:

Glæsilegur sumarbústaður á vinsælu svæði í Öndverðarnesi í Grímsnesi (Múraralandi). Sumarbústaður er innan lokaðs svæðis þar sem stutt er í golfvöll og sundlaug fyrir sumarhúsaeigendur. Núverandi eigandi endurbyggði sumarbústaðinn og stækkaði á árunum 2004 til 2015.

Samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands eru skráðir fermetrar samtals 95,3. Þar af er sumarbústaður skráður 75,5 fm., sólstofa 10,3 fm. og útigeymsla 9,5 fm. Skráð byggingarár er 1974. Núverandi eigandi endurbyggði sumarbústaðinn og stækkaði á árunum 2004 til 2015. Þá var m.a. settir nýjir gluggar, hurðir, þak, veggir og gólf. 

Nánari lýsing: Til að komast inn á svæðið þarf að aka í gegnum læst hlið. Hægt er að opna það með fjarstýringu og síma. Sumarbústaðurinn er sunnanmegin á svæðinu og því ekki byggð sunnanmegin við húsið. Stutt er í 18 holu gólfvöll sem og sundlaug innan svæðis sem sumarbústaðaeigendur fá kort í. Við golfvöllinn er nýlega standsett klúbbhús sem selur veitingar yfir sumarið. 
Komið er inn í forstofu með opnum fataskáp. Búið er að setja hita í gólf í forstofu sem er flísalögð. Alls eru þrjú svefnherbergi í húsinu. Svefnherbergin eru parketlögð með brasilískum harðvið. Eitt hjónaherbergi með fataskápum og hurð út á sólpall. Í barnaherbergjunum eru kojur. Baðherbergi er flísalagt með sturtuklefa og upphengdu klósetti. Loftun á baði er með þakglugga sem er með rafdrifinni opnun. Stofan og eldhús eru samliggjandi, parketlögð með harðparketi. Í stofu er fallegur arin og veggir panelklæddir að hluta. Eldhús er snyrtilegt með öllum helstu tækjum. Innfelld lýsing er í loftum. Sólstofa er við enda stofu/eldhúss. Sólstofan er eini hluti hússins sem er upprunalegur og ekki búið að endurnýja. Tvær hurðir eru úr sólstofu út á sólpall. Við aðalinngang hússins er lítið útiherbergi með þvottaaðstöðu. Sólpallur er kringum allt húsið. Húsið er klætt að utan með fallegum brasilískum við. Heitur pottur á staðnum með sírennsli frá affalli. Fyrir notkun er potturinn kældur niður með einum takka inn í þvottahúsi sem tekur um 10 mínútur. Gönguleiðin að sumarhúsinu er lýst upp. Einnig er lýsing í þakkanti kringum húsið. Búið er að steypa súlur undir húsið.
Að auki er útihús sem er um 9.5 fm. Það er upprunalegt.
Fallegt umhverfi með hávöxnu birkikjarri, Reynivið og Ösp.

Nánari upplýsingar veitir Gunnar J Gunnarsson, lögg.fasteignasali í GSM 527-2747 eða GunnarJ@Eignamidlun.is

Upplýsingar á skrifstofu Eignamiðlunar í síma 588-9090 eða á netfanginu eignamidlun@eignamidlun.is

Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum. 

Eignamiðlun Grensásvegi 11 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 alla virka daga

Heimasíða Eignamiðlunar

Eignamiðlun á Facebook