Bæjarás 2 Mosfellsbæ 89.000.000 kr.
Valhöll
Verð 89.000.000 kr.
Fasteignamat 49.550.000 kr.
Brunabótamat 52.800.000 kr.
Áhvílandi 0 kr.
Tegund Einbýli
Byggingarár 1985
Stærð 214 m2
Herbergi 6
Svefnherbergi 5
Stofur 1
Baðherbergi 2
Inngangur Margir inngangar
Bílskúr
Skráð á vef: 12. maí 2017
Síðast breytt: 26. maí 2017

*** Bæjarás 2 - Mosfellsbær *** Fallegt einbýli  ***

Valhöll fasteignasala s: 588-4477 kynnir í einkasölu virkilega fallega náttúruperlu við Bæjarás 2, Mosfellsbæ. Eignin er skráð 214.1 m² skv. Þjóðskrá Íslands og skiptist í 161.1 m² einbýli og bílskúr 53 m². ( Eignin er stærri en skráning gefur til kynna)

Helstu eiginleikar eignar:

 • Falleg og björt eign
 • Vandaðar innréttingar og tæki
 • Endahús
 • 4 - 5 svefnherbergi
 • Sjónvarpsstofa
 • Arinn
 • Stór og sólríkur pallur
 • Heitur pottur
 • Glæsilegur garður
 • Stór og rúmgóður bílskúr
 • Stutt í náttúruna
 • Stutt í helstu þjónustu s.s. skóla og verslanir
 • Fallegt og mikið útsýni

Nánari lýsing: Komið er inn í bjart og rúmgott flísalagt anddyri með stórum og vönduðum fataskápum. Inn af forstofu er falleg flísalögð gestasnyrting með vandaðri innréttingu.Við tekur fallegt opið rými þar sem að hátt er til lofts og falleg innbyggð lýsingu í lofti. Eldhús er rúmgott, með fallegri sérsmíðaðri L - laga innréttingu, innbyggðri uppþvottavél, vönduðum tækjum. Þar á meðal er stór glæsilegur og nýlegur tvöfaldur SUB- ZERO ísskápur sem er einstakur í sinni röð og afar glæsilegur bakarofn og gaseldunarhellur frá gæðamerkinu WOLF. Nýlegur örbylgjuofn fylgir með. Fallegar glerhillur með ledlýsingu sem gefa eldhúsinu mikinn glæsibrag. Úr eldhúsglugga er glæsilegt útsýni m.a. yfir í Esjuna og til sjávar.
Borðstofa/stofa eru samliggjandi í björtu og opnu rými, hiti í gólfi. Stofan er rúmgóð með fallegum arni í miðju rými en hann hefur verið þakinn hrauni og steinum sem ramma vel inn glæsileika eignarinnar. Útgengt er úr stofu út á stóra glæsilega og sólríkan pall, með velstaðsettum heitum potti. Pallurinn er stór og glæsilegur þar sem hugað hefur verið helstu þáttum hvort sem það er aðstöðu til sóla sig eða eiga notalega stund með vinum og vandamönnum.
Úr forstofu er gengið upp nokkrar tröppur upp í svefnherbergisálmuna. Barnaherbergin eru þrjú og öll með fataskápum. Hjónaherbergi er parketlagt og afar rúmgott með góðum fataskápum og útgengi út á sólríka efri verönd.  Góð parketlögð sjónvarpsstofa sem hægt er að loka og gera fimmta svefnherbergið. Baðherbergið flísalagt í hólf og gólf, með glæsilegu granítflísum, nuddbaðkari með sturtu, vandaðri innréttingu, handklæðaofn, veggföstu salerni og hita í gólfi. Útgengt er af baðhergi út á efri verönd. Þvottaherbergi er með góðri innréttingu og geymsluplássi, útgengt út í garð en þar er búið að setja fallega steina.
Stór og snyrtilegur bílskúr með hita, vatni og rafmagni. Úr bílskúr er útgengt hvort tveggja út um hurð að vestan og austanverðu. Góðir gluggar og geymsla eru í bílskúrnum. Hiti er í stétt fyrir framan húsið og mjög góð bílastæði fyrir 4-5 bíla en einnig eru tvö góð bílastæði fyrir aftan húsið. Lóðin er eignalóð og hefur fengið góða umhirðu í gegnum árin.


Samantekt: Um er að ræða virkilega glæsilega og vel skipulagða fjölskyldueign sem hefur verið mikið endurnýjuð í gegnum árin. 
 

Nánari upplýsingar og sýningu eignarinnar annast:
*Herdís Valb. Hölludóttir, löggiltur fasteignasali, s: 694-6166 eða herdis@valholl.is 


VALHÖLL FASTEIGNASALA SÍÐAN 1995 - FARSÆL OG ÖRUGG FASTEIGNAVIÐSKIPTI - EINGÖNGU LÖGGILTIR FASTEIGNASALAR OG LÖGFRÆÐINGAR ANNAST ÞÍN SÖLUMÁL HJÁ OKKUR.  VALHÖLL ER FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI SAMKVÆMT GREININGU CREDITINFO 2015 OG 2016, EN AÐEINS 1,7% FYRIRTÆKJA Á ÍSLANDI NÁÐU ÞEIM GÆÐASKILYRÐUM.