Básar 1 Borgarnesi 33.900.000 kr.
Fasteignamarkaðurinn ehf
Verð 33.900.000 kr.
Fasteignamat 14.620.000 kr.
Brunabótamat 20.590.000 kr.
Áhvílandi 0 kr.
Tegund Sumarhús
Byggingarár 1978
Stærð 68 m2
Herbergi 4
Svefnherbergi 3
Stofur 1
Baðherbergi Óuppgefið
Inngangur Sérinngangur
Bílskúr Nei / Ekki vitað
Skráð á vef: 30. maí 2017
Síðast breytt: 9. ágúst 2017

Fasteignamarkaðurinn ehf., s. 570-4500 kynnir 68,0 fermetra sumarhús á 1,3 hektara eignarlandi við Norðurá í Borgarfirði. Lóðin er kjarri vaxin og mikið ræktuð og er afar vel staðsett, hornlóð sem nær að Norðurá. Einkavegur er heim að húsinu og gott malarborið bílaplan.  Yfirgnæfandi líkur eru á því að byggja megi meira á landinu þar sem það er mun stærra en hefðbundið sumarhúsaland á svæðinu.

Húsið var byggt árið 1978 og var þá 45,0 fermetrar að stærð, en var síðan stækkaður og er í dag 61,0 fermetrar auk 7,0 fermetra geymsluskúrs.

Mikil timburverönd er við húsið og er þar heitur pottur og sturta. Á landinu fyrir framan bústaðinn er um 80,0 fermetra timburverönd sem er notuð sem leikvöllur. 

Sumarhúsið skiptist í anddyri, eldhús, rúmgóða stofu, þrjú herbergi og baðherbergi. Húsið er allt panelklætt að innan. Ljóst parket er á gólfum. Hitaveita er í húsinu.  

Leiðarlýsing:
Það er ekið framhjá Bifröst og Grábrók og þar er beygt til hægri og ekinn Skarðshamravegur yfir tvær brýr á Norðurá, síðan er tekin hægri beygja niður að jörðinni Svartagili og þar er beygt 1. afleggjara til hægri og ekinn einkavegur niður að bústaðnum sem er á bökkum Norðurár.