Gnoðarvogur 24 (202) Reykjavík 32.500.000 kr.
Miklaborg
Verð 32.500.000 kr.
Fasteignamat 23.150.000 kr.
Brunabótamat 16.650.000 kr.
Áhvílandi Óuppgefið
Tegund Fjölbýli
Byggingarár 1959
Stærð 62 m2
Herbergi 2
Svefnherbergi 1
Stofur 1
Baðherbergi 1
Inngangur Sameiginlegur
Bílskúr Nei / Ekki vitað
Skráð á vef: 22. júní 2017
Síðast breytt: 18. júlí 2017

Miklaborg og Jórunn Skúladóttir löggiltur fasteignasali kynna: Gnoðarvogur 24 íbúð 202 í Reykjavík. Góð 2ja herbergja íbúð að stærð 57, fm á 2. hæð eigninni fylgir geymsla í kjallara 4,9 fm. Eignin skipar forstofu sem leiðir þig í allar vistaverur íbúðarinnar, eldhús, stofu, svefnherbergi og bað. Íbúðin er í útleigu í dag. Frábær staðsetning. Nánari upplýsingar um eignina veitir Jórunn Skúladóttir löggiltur fasteignasali í síma 845-8958 eða jorunn@miklaborg.is

Húsið: Gnoðarvogur 24 er fjölbýlishús, og er einn af þremur stigagöngum í húsinu samtengt við 22 og 20. Í húsinu í heild eru 24 íbúðir. Hver stigagangur skiptist í kjallara, 4 hæðir og sameiginlegt þakrými. Húsið er byggt úr steinsteypu árið 1959 samkv. skrá FMR. Þrjár hliðar hússins eru klæddar utan með lituðum bárujárnsplötum og einangrað með 50 mm steinullareinangrun. Í kjallara stigahúsa eru geymslur íbúða, þvottahús, þurrkherbergi, barnavagna- og hjólageymsla, hiti(inntak hita- kaldavatns) gangur, stigahús og sorpgeymsla. Á hverri hæð eru 2 íbúðir, samtals 8 íbúðir í hverju stigahúsi. 

Nánari lýsing á eigninni: Eignin skipar hol sem leiðir þig í allar vistaverur íbúðarinnar. Stofa sem er nokkuð ílöng en rúmgóð. Úr stofu er útgegnt út á svalir (stofa nýtt í dag sem herbergi), þaðan er mikið útsýni. Svefnherbergi er rúmgott og bjart með upprunalegum skápum. Baðherbergið er flísalagt. Á baði er gluggi og góð innrétting undir handlaug, spegill fyrir ofan handlaug og lýsing. Eldhúsið er mjög sjarmerandi með hvítri innréttingu beggja vegna við hreyfirýmið. Í eldhúsi er góður borðkrókur við gluggann. Eigninni fylgir geymsla í kjallara sem er 4,5 fm. Í kjallara er sameiginlegt þvottahús og hjóla- vagngeymsla.

Gólfefni: Á íbúðinni er parket en flísar á baði og í eldhúsi.

Hverfið: Vogahverfið er mjög vinsælt hverfi, vel staðsett í borginni, þar sem stutt er í allar áttir. Góð þjónustu, verslun, skólar og afþreying í hverfinu.

Allar nánari upplýsingar gefur Jórunn Skúladóttir löggiltur fasteignasali í síma 845-8958 eða jorunn@miklaborg.is

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% fyrstu kaup / 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir     lögaðila
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar eru mismunandi - almennt 1,0% af höfuðstól skuldabréfs.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.