Perlukór 1C Kópavogi 89.000.000 kr.
Miklaborg
Verð 89.000.000 kr.
Fasteignamat 67.850.000 kr.
Brunabótamat 76.050.000 kr.
Áhvílandi Óuppgefið
Tegund Fjölbýli
Byggingarár 2006
Stærð 255 m2
Herbergi 4
Svefnherbergi 3
Stofur 4
Baðherbergi 3
Inngangur Sameiginlegur
Bílskúr Nei / Ekki vitað
Skráð á vef: 12. júlí 2017
Síðast breytt: 20. júlí 2017

Miklaborg og Jórunn Skúladóttir löggiltur fasteignasali kynna: Perlukór 1C, glæsilega lúxus útsýnisíbúð (efstu hæð) að stærð 255,0 fm í viðhaldsléttu húsi. Eignin skiptis í íbúðar rými sem er 185,6 fm með vestur svölum að stærð 11,8 fm. Penthouse rýmið er 58,4 fm með glæsilegum þaksvölum allan hringinn að stærð 80,2 fm, panorama útsýni. Að auki fylgir eigninni geymsla sem er 11.0 fm og stæði í lokaðri bílageymslu sem er um 44 fm (ekki inn í fm. á íbúð). Vandað er til efnisvals, vinnu og hönnunar. Sérhönnuð lýsing. Hönnun íbúðar, einstök þar sem allir eiga að geta verið útaf fyrir sig, en búið saman. Eign í sérflokki. LAUS STRAX. Nánari upplýsingar um eignina veitir Jórunn Skúladóttir löggiltur fasteignasali í síma 845-8958 eða jorunn@miklaborg.is

Nánari lýsing á eigninni: Hæðin sem er 185,6 fm að stærð, skipar, mjög stórt eldhús með eyju sem hægt er að sitja við einnig. Þvottahús innaf eldhúsi með góðri innréttingu. Í framhaldi af eldhúsi er alrými, á milli stofu og eldhúss sem er í dag rúmgott sjónvarpshol og í beinu framhaldi stofur með  miklu útsýni til suðurs og vestur. Úr stofu er útgengi út á upphitaðar vestursvalir sem eru 11,8 fm. Sitt hvoru megin við alrýmið er herbergis álmur. Annars vegar er baðherbergi með sturtu og góðri innréttingu, fataherbergi, hjónaherbergi sem er mjög rúmgott og skáli til norðurs / austur sem er lokaður með gleri, en opnanlegur með rennihurðum. Hin svefnherbergisálman er með tvö herbergjum sem er búið að sameina í eitt en skápar fyrir tvö herbergi, baðherbergi sem er mjög rúmgott með nuddbaðkari og góðri viðar innréttingu með stórum spegli.

Fallegur parket lagður stigi á milli hæða með gler handriði og viðarkanti. Penthouse rýmið sem er 58,4 fm að stærð er einstaklega bjart með stórum góðum gluggum þar sem póstar eru ekki að hindra útsýnið. Í miðju rýminu er arinn. Útgengt er út á upphitaðar svalir sem eru 80,2 fm að stærð og snúa til suðurs, austurs og norður. Þaðan er einstakt útsýni allan hringinn. Norðanmegin er lítil geymsla fyrir útihúsgögnin.

Allar innréttingar og fylgihlutir við innréttingarnar eru frá Designe. Hvergi er til sparað með skápapláss og tæki.

Gólfefni: á eigninni er fallegt viðar gegnheilt parket, fyrir utan votrými og penthouse rýmið en þar eru flísar.

Hönnun á húsi: Húsið er allt hannað með tilliti til viðhalds, pússað að utan með hvassi og klætt að hluta með áli, K einangrunargler í gluggum, blandað hitakerfi, sér hönnuð lýsing, stæði í lokaðri bílageymslu sem er um 44,0 fm að stærð sem er ekki inní uppgefnum heildar fermetrum á eigninni.

Hverfið: Stutt er í alla þjónustu s.s. verslun, þjónustu skóla, leikskóla, íþróttir og menningu.

Nánari upplýsingar um eignina veitir Jórunn Skúladóttir löggiltur fasteignasali í síma 845-8958 eða jorunn@miklaborg.is

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% fyrstu kaup / 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir     lögaðila
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 1,0% af höfuðstól skuldabréfs.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.