Ásgarður 33 Reykjavík 52.900.000 kr.
Híbýli
Verð 52.900.000 kr.
Fasteignamat 39.700.000 kr.
Brunabótamat 32.500.000 kr.
Áhvílandi 0 kr.
Tegund Par/Raðhús
Byggingarár 1960
Stærð 130 m2
Herbergi 5
Svefnherbergi 3
Stofur 2
Baðherbergi 2
Inngangur Sérinngangur
Bílskúr Nei / Ekki vitað
Skráð á vef: 16. september 2017
Síðast breytt: 11. október 2017

Híbýli fasteignasala s. 585-8800 kynnir:

Fallegt og vel skipulagt raðhús við Ásgarð í Smáíbúðahverfinu.

Lýsing eignar
Híbýli fasteignasala s. 585-8800 kynnir:
Fallegt raðhús á þremur hæðum við Ásgarð. Íbúðin er á tveimur hæðum, í kjallara er gott herbergi, baðherbergi,  alrými, þvottahús og geymsla. 

Lýsing eignar:
Forstofa
: Rúmgóð, flísar á gólfi, fataskápur.
Eldhús: Opið við hol, hvít sprautulökkuð innrétting, góður borðkrókur, flísar á gólfi, gluggi.
Stofa/borðstofa: Flísar á gólfi, útgengi í afgirtan og gróinn suðurgarð, fallegur gróður og trjáplöntur.
Gengið upp á efri hæð hússins um steyptan stiga með sísal teppi, loftgluggi yfir stigagangi sem gefur góða birtu. Flísar á gangi efri hæðar, þar er skápur.
Hjónaherbergi: Rúmgott bjart herbergi með góðri lofthæð, hvítlakkaður innbyggður fataskápur, korkflísar á gólfi. 
Baðherbergi: Fallegt baðherbergi, flísar á gólfi og veggjum, lítið baðkar með sturtuaðstöðu, skápur undir vaski og speglaskápur yfir vaski. Þakgluggi.
Barnaherbergi:  Rúmgott herbergi með harðparketi á gólfi og innbyggðum fataskáp. Tvö herbergi voru sameinuð en auðvelt að breyta herberginu aftur í tvö herbergi, inngangur er í bæði herbergi úr holi.
Kjallari: Gengið niður steyptan, teppalagðan stiga í kjallara, komið niður í gott rými, sem gæti nýst sem sjónvarpsherbergi eða vinnurými, harðparket á gólfi, tveir gluggar sem snúa í suður. Stórt herbergi með harðparketi á gólfi, sér baðherbergi, flísalagt í hólf og gólf, upphengt salerni, sturta, væri unnt að koma fyrir eldhúskrók í herbergi. þvottahús innaf alrými, flísar á gólfi, loftræsting er á baðherbergi og úr þvottahúsi. Geymsluskápur með rennihurðum.   

Mjög góð staðsetning og rólegt umhverfi, stutt í róluvöll(þarf ekki að fara yfir götu), grænt opið svæði, grunn- og leikskóla ásamt íþróttasvæði Víkings. Húsið er vel staðsett ofarlega við Ásgarðinn. 

Nánari upplýsingar á skrifstofu Híbýla í síma 585-8800 eða á netfanginu hibyli@hibyli.is