Grænatunga 8 Kópavogi 63.900.000 kr.
LANDMARK / SMÁRINN
Verð 63.900.000 kr.
Fasteignamat 40.800.000 kr.
Brunabótamat 45.450.000 kr.
Áhvílandi 0 kr.
Tegund Hæðir
Byggingarár 1968
Stærð 172 m2
Herbergi 5
Svefnherbergi 3
Stofur 2
Baðherbergi 1
Inngangur Sérinngangur
Bílskúr
Skráð á vef: 13. nóvember 2017
Síðast breytt: 1. desember 2017

LANDMARK/SMÁRINN S. 512.4900:
Um er að ræða virkilega skemmtilega 5.herbergja 129.7 fm efri sérhæð auk 30.6 fm innbyggðs bílskúrs á þessum vinsæla stað í suðurhlíðum Kópavogs.
Eignin er skráð samkvæmt FMR 160.3 fm en að auki eru 2 sérgeymslur á jarðhæð sem tilheyra íbúð og eru 5.9 fm og 5.8 fm og er eignin því alls 172 fm samkvæmt eignaskiptasamning.
Gott skipulag og vandaðar innréttingar í íbúð.
Húseign í mjög góðu lagi að utan og fengið gott viðhald s.l. ár.


Upplýsingar um eign og bókun á skoðunartíma:
Sveinn Eyland lögg.fasteignasali s. 6900.820 eða sveinn@landmark.is

Eignin skiptist í:
Forstofu, stofu/borðstofu, eldhús, sjónvarpsherbergi, herbergisgang, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, þvottaaðstöðu,
innbyggðan bílskúr og tvær sérgeymslur á jarðhæð.

Nánari lýsing:
Forstofa
með innbyggðum fataskápum og góððri skúffu innréttingu.
Innaf forstofu er búið að útbúa aðstöðu fyrir þvottavél og þurrkara með góðri innréttingu.
Herbergisgangur þaðan sem gengið er í önnur rými eignar.
Stofa/borðstofa er eitt opið rými með gluggum á 3.vegu og er útgengi á rúmgóðar suður-svalir úr stofu.
Eldhús er opið inní stofu og eru vandaðar innréttingar og tæki í eldhúsi, innbyggð uppþvottavél, skápar uppí loft, eldunareyja og er steinn í borðplötum og sólbekkjum í stofu.
Innaf herbergisgangi er rými sem nýtt er sem sjónvarpsherbergi í dag (mögulegt væri að loka og útbúa herbergi þar).
Þrjú svefnherbergi og eru fataskápar í öllum herbergjum og er útgengi á suður-svalir úr hjónaherbergi.
Baðherbergi er snyrtilega innréttað með flísum á gólfi og veggjum, baðkar með sturtuhengi, snyrtileg innrétting með skápum í kringum vask og er ljós í speglum á vegg.
Innbyggður bílskúr með hita, vatni og rafmagni, rafmagnsopnari er á bílskúrshurð.
Tvær sérgeymslur eru með íbúð og eru þær báðar á jarðhæð.
Samkvæmt eignaskiptayfirlýsingu þá fylgja tvö bílastæði austan megin við húseign þessari íbúð.
Gólfefni: Parket og flísar á gólfum eignar.

-Vegna mikillar sölu undanfarið þá vantar allar tegundir eigna á skrá.
-Hafðu samband og ég kem og met eignina þína þér að kostnaðarlausu.
-Sveinn Eyland lögg.fasteignasali gsm: 6900.820 eða sveinn@landmark.is

LANDMARK / SMÁRINN hafa sameinast
Reynslumikið starfsfólk, sem býr að viðamikilli þekkingu á markaði stillir saman krafta sína og úr verður ein öflugasta stofa landsins.
Við samrunann myndast öflug liðsheild sem stefnir ótrauð að aukinni skilvirkni og framúrskarandi þjónustu við viðskiptavini, jafnt seljendur sem kaupendur.


Heimasíða LANDMARK/SMÁRINN fasteignasölu.

Fáðu frítt sölumat á eignina þína HÉRNA.
 
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:

  1. Stimpilgjald af kaupsamningi: 0.8% af fasteignamati eignar fyrir einstaklinga en 1.6% fyrir lögaðila, 0.4% ef um fyrstu íbúðarkaup er að ræða.
  2. Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.000 af hverju skjali.
  3. Umsýslugjald fasteignasölu kr. 69.900.- með vsk.
  4. Annar kostnaður t.d. skilyrt veðleyfi / skjalagerð kr: 15.000.- auk vsk.

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill LANDMARK / SMÁRINN fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og eftir atvikum leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.