Kópavogstún 5 Kópavogi 52.900.000 kr.
Miklaborg
Verð 52.900.000 kr.
Fasteignamat 40.300.000 kr.
Brunabótamat 35.180.000 kr.
Áhvílandi Óuppgefið
Tegund Fjölbýli
Byggingarár 2016
Stærð 92 m2
Herbergi 3
Svefnherbergi 2
Stofur 1
Baðherbergi 1
Inngangur Sameiginlegur
Bílskúr Nei / Ekki vitað
Skráð á vef: 2. desember 2017
Síðast breytt: 6. desember 2017

Miklaborg kynnir: Fyrir 60 ára og eldri en um er að ræða glæsilega nýlega (ágúst 2016) 3ja herbergja útsýnisíbúð með bílastæði í bílakjallara. Eignin er skráð 92,3 fm og skiptist í stofu, 2 svefnherbergi, stórt baðherbergi, eldhús og yfirbyggðar svalir sem eru ekki í fermetratölu. Húsið er byggt af Jáverk og er frágangur og sameign til fyrirmyndar.

Forstofa með fataskáp. Stofa með stórum glugga með miklu útsýni. Inn af stofu er rúmgott eldhús með viðarinnréttingu og aðstöðu fyrir matarborð. Út frá stofu og eldhúsi eru yfirbyggðar svalir með glerlokun, víðáttumikið útsýni er þaðan. Á sér gangi eru tvö svefnherbergi þar af annað stórt, bæði með fataskápum. Baðherbergi er rúmgott og flísalagt í hólf og gólf. Sturta sem gengið er beint inni í, upphengt  salerni og baðinnrétting. Einnig er þvottaaðstaða íbúðarinnar á baðherberginu og er þar stór innrétting fyrir þvottavél og þurrkara og mikið skápapláss. Gólfefni íbúðarinnar er viðarparket. Í kjallara er sér geymsla íbúðar og sér bílastæði fyrir íbúðina.

Sameign er sérlega glæsileg en henni fylgir sameiginlegur salur sem stendur á milli húsanna nr. 3 og 5. Þjónusta fyrir eldri borgara er í Sunnuhlíð handan götunnar. Umhverfi er einstakt og rólegt, fjöldi gönguleiða og stutt í stofnbrautir.

Nánast ný íbúð með miklu útsýni fyrir 60 ára og eldri.

 

Allar nánari upplýsingar gefur Svan Gunnar Guðlaugsson löggiltur fasteignasali í síma 697 9300 eða svan@miklaborg.is